Umfjöllun: Haukar - Valur 22-25 │Valur knúði fram oddaleik Benedikt Grétarsson skrifar 12. apríl 2018 21:15 Maria Ines Silva Pereira skoraði átta mörk fyrir Hauka. Vísir/Ernir Það verður leikið til þrautar í hreinum úrslitaleik í einvígi Hauka og Vals í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir að Valur jafnaði metin í einvíginu í 2-2 eftir 25-22 sigur á Ásvöllum.. Fyrri hálfleikur fer líklega seint í sögubækurnar. Spennustigið var hátt og mikið um mistök á báða bóga. Haukar byrjuðu þó betur og komust í 6-3, ekki síst vegna frammistöðu Elínar Jónu í markinu. Valur svaraði hins vegar af krafti og þar var það sömuleiðis markvörður sem lagði grunninn að góðum kafla gestanna. Hin norska Line Rypdal varði vel á bak við sterkan varnarleik og í kjölfarið komu fjögur mörk Vals í röð. Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka tók þá leikhlé og það virtist virka. Haukar skoruðu fjögur mörk gegn einu á lokakafla fyrri hálfleiks og leiddu 10-8 að honum loknum. Haukar komust fjórum mörkum yfir 15-11 og þessum kafla var fátt að falla með Val. Heimakonur fóru þá að gera sig sekar um klaufamistök og gestirnir gengu á lagið. Valur skoraði næstu þrjú mörk, þar af skoraði hin kornunga Ásdís Þóra Ágústsdóttir tvö mörk af vítalínunni. Ásdís skoraði alls fjögur mörk af vítalínunni og sýndi fádæma öryggi. Síðustu mínúturnar voru gestirnir sterkari. Bæði lið reyndu að spila 7 gegn 6 í sókninni og það gekk vel, sérstaklega hjá Val. Morgan Marie Þorkelsdóttir fór mikinn í sóknarleik Vals og Line Rypdal varði nokkra mikilvæga bolta í markinu. Svo fór að Valur landaði sætum sigri og við fáum rosalegan úrslitaleik á laugardaginn á heimavelli Vals.Af hverju vann Valur leikinn? Valur náði að leysa geysisterkan varnarleik Hauka með því að leika með aukamann í sókninni. Þegar Valsliðið þurfti að stilla upp í 6 gegn 6, komust gestirnir lítið áleiðis en það verður að hrósa Ágústi Jóhannssyni að hafa trú á þessu sóknarafbrigði.Hverjar stóðu upp úr? Morgan Marie Þorkelsdóttir var mjög góð hjá Val og Line Rypdal varði vel í markinu allan leikinn. Ásdís Þóra var örugg á ögurstundu á vítalínunni og Anna úrsúla Guðmundsdóttir er algjör lykilmaður í vörn og sókn. Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék vel í markinu hjá Haukum og Karen Helga kom með kraft í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sendingarfeilar og almenn klaufamistök voru kannski helst til áberandi. Líklega var spennustigiðsvolítið hátt og leikmenn þurfa að koma rétt stemmdar í úrslitaleikinn á laugardaginn.Hvað gerist næst? Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á laugardaginn en sá leikur fer fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Það er ljóst að sigurliðið í þeim leik mætir Fram í einvígi um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Olís-deild kvenna
Það verður leikið til þrautar í hreinum úrslitaleik í einvígi Hauka og Vals í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir að Valur jafnaði metin í einvíginu í 2-2 eftir 25-22 sigur á Ásvöllum.. Fyrri hálfleikur fer líklega seint í sögubækurnar. Spennustigið var hátt og mikið um mistök á báða bóga. Haukar byrjuðu þó betur og komust í 6-3, ekki síst vegna frammistöðu Elínar Jónu í markinu. Valur svaraði hins vegar af krafti og þar var það sömuleiðis markvörður sem lagði grunninn að góðum kafla gestanna. Hin norska Line Rypdal varði vel á bak við sterkan varnarleik og í kjölfarið komu fjögur mörk Vals í röð. Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka tók þá leikhlé og það virtist virka. Haukar skoruðu fjögur mörk gegn einu á lokakafla fyrri hálfleiks og leiddu 10-8 að honum loknum. Haukar komust fjórum mörkum yfir 15-11 og þessum kafla var fátt að falla með Val. Heimakonur fóru þá að gera sig sekar um klaufamistök og gestirnir gengu á lagið. Valur skoraði næstu þrjú mörk, þar af skoraði hin kornunga Ásdís Þóra Ágústsdóttir tvö mörk af vítalínunni. Ásdís skoraði alls fjögur mörk af vítalínunni og sýndi fádæma öryggi. Síðustu mínúturnar voru gestirnir sterkari. Bæði lið reyndu að spila 7 gegn 6 í sókninni og það gekk vel, sérstaklega hjá Val. Morgan Marie Þorkelsdóttir fór mikinn í sóknarleik Vals og Line Rypdal varði nokkra mikilvæga bolta í markinu. Svo fór að Valur landaði sætum sigri og við fáum rosalegan úrslitaleik á laugardaginn á heimavelli Vals.Af hverju vann Valur leikinn? Valur náði að leysa geysisterkan varnarleik Hauka með því að leika með aukamann í sókninni. Þegar Valsliðið þurfti að stilla upp í 6 gegn 6, komust gestirnir lítið áleiðis en það verður að hrósa Ágústi Jóhannssyni að hafa trú á þessu sóknarafbrigði.Hverjar stóðu upp úr? Morgan Marie Þorkelsdóttir var mjög góð hjá Val og Line Rypdal varði vel í markinu allan leikinn. Ásdís Þóra var örugg á ögurstundu á vítalínunni og Anna úrsúla Guðmundsdóttir er algjör lykilmaður í vörn og sókn. Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék vel í markinu hjá Haukum og Karen Helga kom með kraft í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sendingarfeilar og almenn klaufamistök voru kannski helst til áberandi. Líklega var spennustigiðsvolítið hátt og leikmenn þurfa að koma rétt stemmdar í úrslitaleikinn á laugardaginn.Hvað gerist næst? Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á laugardaginn en sá leikur fer fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Það er ljóst að sigurliðið í þeim leik mætir Fram í einvígi um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti