Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 14:32 Ragnar Þór Pétursson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í fyrra en nú er skorað á hann að endurnýja umboð sitt. Vísir/GVA Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins, að sögn Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, forkonu jafnréttisnefndar KÍ, en hópur kvenna innan Kennarasambandsins lagði tillöguna fram. Mun atkvæðagreiðslan fara fram undir liðnum önnur mál en sá liður er á dagskrá klukkan 14.30 á morgun. Áskorunin snýr að því að Ragnar taki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fái endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Raggi sagði sögu sína í viðtali við Vísi í desember í fyrra en Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Í gær var svo greint frá því á vef Stundarinnar að tveir fyrrverandi nemendur Ragnars segja hann hafa „borið rangt um ýmsar staðreyndir“ þegar hann hefur varist ásökunum Ragga. Ragnar Þór bloggaði um þessa yfirlýsingu í gær þar sem segir meðal annars: „Þessu var líka haldið fram í desember í fyrra og þá gerði ég enga athugasemd við þetta atriði. Einhverjir nemendur bönkuðu upp á og komu til okkar í heimsókn. Þetta allt sagði ég blaðamanni á sínum tíma og hef ekkert reynt að fela í þeim efnum. Ég hef reynt að sýna RÞM og fjölskyldu hans nærgætni í málinu þrátt fyrir að ýmsu hafi verið haldið fram sem hvorki er forsvaranlegt né löglegt. Ýmsir hafa hvatt mig til að ganga miklu harðar fram og leita réttar míns.“Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er forkona jafnréttisnefndar KÍ og kennari í kynjafræði í Borgarholtsskóla.vísir/valliSegir málið snúast um trúverðugleika Hanna Björg segist í samtali við Vísi ekki vita hvers vegna atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað. Það sé ákvörðun þingforseta en Hanna segir að tillagan hafi staðist ströngustu kröfur um þingsköp. Í tillögunni er lagt til að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um áskorunina án umræðna, að sögn Hönnu Bjargar. Hanna Björg segist málið snúast um trúverðuleika KÍ og kennarastéttarinnar. Það snúist ekki um að dæma um sekt eða sakleysi. Hún segir að framundan sé mikil vinna innan KÍ vegna MeToo-byltingarinnar og setur málið í samhengi við það. „Við erum að fara í fullt af aðgerðum sem voru samþykktar hérna í jafnréttisnefnd. Er trúverðugt að hann verði leiðtogi í þeirri vegferð?“ spyr Hanna.Hún segir að það sem komið hafi fram undanfarið, með viðtalinu við Ragga og svo yfirlýsingunni í gær, hafi ekki legið fyrir fyrir formannskosningarnar. Áskorunin snúist um að Ragnar Þór fái endurnýjað umboð í ljósi þeirra upplýsinga. Ragnar Þór bloggað um áskorunina í dag þar sem hann segir að hann hafi fengið fyrstu ábendingarnar fyrir nokkrum vikum um að til stæði að reyna að koma í veg fyrir að hann tæki við formennsku KÍ á þinginu sem nú fer fram. „Rétt fyrir þing fjölgaði viðvörununum og mér var sagt að nota ætti ásökun um að ég hefði sýnt nemanda klám fyrir tuttugu árum sem átyllu. Nú liggur fyrir að lögð verður fram ósk til mín um að taka ekki við forystu. „Það er bara höfðað til hans, í raun¬inni, siðferðis,“ er sagt um áskorunina. Í þessu máli öllu hef ég reynt að sýna siðferðisþrek og gera það sem er rétt. Það er rangt sem fram kemur að ég hafi fengið margítrekaðar ásakanir. Þetta er ein ásökun sem byggir á minningu drengs um klám í tölvu (sem lýst er og ekki var til á þessum tíma). Hún fékk sína leið í kerfinu. Að auki var ferill minn og búseta frá því ég hóf störf við kennslu fyrir meira en tuttugu árum rannsakaður af barnaverndaryfirvöldum. Ekkert misjafnt kom í ljós enda er ferill minn mjög farsæll,“ segir í bloggi Ragnars sem lesa má hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Skipt um formann í KÍ Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag og stendur fram á föstudag. 10. apríl 2018 05:15 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins, að sögn Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, forkonu jafnréttisnefndar KÍ, en hópur kvenna innan Kennarasambandsins lagði tillöguna fram. Mun atkvæðagreiðslan fara fram undir liðnum önnur mál en sá liður er á dagskrá klukkan 14.30 á morgun. Áskorunin snýr að því að Ragnar taki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fái endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Raggi sagði sögu sína í viðtali við Vísi í desember í fyrra en Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Í gær var svo greint frá því á vef Stundarinnar að tveir fyrrverandi nemendur Ragnars segja hann hafa „borið rangt um ýmsar staðreyndir“ þegar hann hefur varist ásökunum Ragga. Ragnar Þór bloggaði um þessa yfirlýsingu í gær þar sem segir meðal annars: „Þessu var líka haldið fram í desember í fyrra og þá gerði ég enga athugasemd við þetta atriði. Einhverjir nemendur bönkuðu upp á og komu til okkar í heimsókn. Þetta allt sagði ég blaðamanni á sínum tíma og hef ekkert reynt að fela í þeim efnum. Ég hef reynt að sýna RÞM og fjölskyldu hans nærgætni í málinu þrátt fyrir að ýmsu hafi verið haldið fram sem hvorki er forsvaranlegt né löglegt. Ýmsir hafa hvatt mig til að ganga miklu harðar fram og leita réttar míns.“Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er forkona jafnréttisnefndar KÍ og kennari í kynjafræði í Borgarholtsskóla.vísir/valliSegir málið snúast um trúverðugleika Hanna Björg segist í samtali við Vísi ekki vita hvers vegna atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað. Það sé ákvörðun þingforseta en Hanna segir að tillagan hafi staðist ströngustu kröfur um þingsköp. Í tillögunni er lagt til að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um áskorunina án umræðna, að sögn Hönnu Bjargar. Hanna Björg segist málið snúast um trúverðuleika KÍ og kennarastéttarinnar. Það snúist ekki um að dæma um sekt eða sakleysi. Hún segir að framundan sé mikil vinna innan KÍ vegna MeToo-byltingarinnar og setur málið í samhengi við það. „Við erum að fara í fullt af aðgerðum sem voru samþykktar hérna í jafnréttisnefnd. Er trúverðugt að hann verði leiðtogi í þeirri vegferð?“ spyr Hanna.Hún segir að það sem komið hafi fram undanfarið, með viðtalinu við Ragga og svo yfirlýsingunni í gær, hafi ekki legið fyrir fyrir formannskosningarnar. Áskorunin snúist um að Ragnar Þór fái endurnýjað umboð í ljósi þeirra upplýsinga. Ragnar Þór bloggað um áskorunina í dag þar sem hann segir að hann hafi fengið fyrstu ábendingarnar fyrir nokkrum vikum um að til stæði að reyna að koma í veg fyrir að hann tæki við formennsku KÍ á þinginu sem nú fer fram. „Rétt fyrir þing fjölgaði viðvörununum og mér var sagt að nota ætti ásökun um að ég hefði sýnt nemanda klám fyrir tuttugu árum sem átyllu. Nú liggur fyrir að lögð verður fram ósk til mín um að taka ekki við forystu. „Það er bara höfðað til hans, í raun¬inni, siðferðis,“ er sagt um áskorunina. Í þessu máli öllu hef ég reynt að sýna siðferðisþrek og gera það sem er rétt. Það er rangt sem fram kemur að ég hafi fengið margítrekaðar ásakanir. Þetta er ein ásökun sem byggir á minningu drengs um klám í tölvu (sem lýst er og ekki var til á þessum tíma). Hún fékk sína leið í kerfinu. Að auki var ferill minn og búseta frá því ég hóf störf við kennslu fyrir meira en tuttugu árum rannsakaður af barnaverndaryfirvöldum. Ekkert misjafnt kom í ljós enda er ferill minn mjög farsæll,“ segir í bloggi Ragnars sem lesa má hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Skipt um formann í KÍ Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag og stendur fram á föstudag. 10. apríl 2018 05:15 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04
Skipt um formann í KÍ Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag og stendur fram á föstudag. 10. apríl 2018 05:15
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent