Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2018 12:00 Deilan harðnar. Lilja Katrín segir viðbrögð Ármanns bæjarstjóra mikil vonbrigði og að þau einkennist einna helst af hálfsannleik og forherðingu. „Smart af bæjarstjóra Kópavogsbæjar að snúa út úr orðum mínum í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en skauta alveg framhjá þeirri hótun sem barst upphaflega frá lögfræðingi Kópavogsbæjar,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaður um viðbrögð Ármanns Kr. Ólafssonar við deilu sem hún og maður hennar eiga í við bæjarfélagið.Vísir greindi í gær frá stórfurðulegri deilu en Lilja og Guðmundur R Einarsson hönnuður, maður hennar, eiga í við Kópavogsbæ. Í mjög grófum dráttum snýst deilan um það að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Þeim Guðmundi og Lilju hefur svo verið gert að greiða áætlaðan skatt af dánarbúinu, sem sagt þeirri greiðslu sem nemur um einni og hálfri milljón.Bæjarstjórinn kallar okkur lygara Ármann Kr. Ólason bæjarstjóri Kópavogs var í viðtali í Bítinu í morgun vegna málsins, en Lilja telur hann afbaka orð sín: „Það er eitt að koma svona fram við okkur þegar við leituðum til bæjarins, en svo allt annað að hreinlega kalla mig lygara. Svakalegt slæmt damage control,“ segir Lilja Katrín. Ármann segir í útvarpsviðtalinu það svo að Kópavogsbær greiðir sambýliskonu þessa látna einstaklings „makalaun samkvæmt kjarasamningi þar sem hann lést í eldsvoða á heimili sambýliskonunnar. Þegar það er gert greiðir Kópavogsbær alla skatta. Og það er engin skuld af hendi Kópavogsbæjar, og því var engin skuld við skattinn. Þannig afgreiðum við þetta frá okkur. Þessi réttur er alveg skýr, við gerum þetta upp með þessum hætti. Svona er aldrei greitt til dánarbúsins,“ segir Ármann.Ármann bæjarstjóri er áfram spurður um málið af útvarpsmönnunum Heimi Karlssyni og Gulla Helga, sem ganga hart fram eftir svörum:En, þetta er skráð á dánarbúið? „Já, þau fá síðan tilkynninguna sem er annað stjórnvald tekur við sem heitir skatturinn og hann fer sínar leiðir í því. Og ég í sjálfu sér kann ekki á það hvernig hann vinnur. En aðalatriðið er það að þessi kona, sem missir sambýlismann sinn, á þennan rétt samkvæmt kjarasamningum.“Konan skráð ekkja í Þjóðskrá og fékk því bæturnarEn, síðan er deilt um það hvort þau hafi verið í sambýli eða ekki? Að uppáskrifað sé frá sýslumanni að svo hafi ekki verið?„Já, en hún er skráð sem ekkja í þjóðskrá. Og það er farið, og vitnisburður nágranna er alveg skýr með það.“Vitnisburður nágranna?„Mér skilst að um sé að ræða stjórn húsfélagsins. Og hann sé alveg klár á því. Og þessi skráning í þjóðskrá. En, strákar, málið er það að hann býr inni á þessu heimili og samkvæmt kjarasamningum á hún ákveðinn rétt. Og það hefði væntanlega þótt eitthvað skrítið ef Kópavogsbær hefði neitað að greiða henni þennan rétt sem hún á.“Ármann Kr. bæjarstjóri er á því að þau hjá Kópavogsbæ hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða úr þessari sérkennilegu flækju.Nei, það er verið að deila um það af hverju þetta var skráð á dánarbúið? Og burtséð frá reglum, lítum til hins mannlega í þessu: Að það sé bankað uppá hjá þeim og þau rukkuð um skattaskuld á peningum sem þau fengu aldrei? Hvernig er það hægt? „Já, ég myndi segja að það væri mjög sniðugt hjá ykkur að fá einhvern frá skattinum hingað í viðtal.“Kópavogsbær gert allt sem hægt er að geraEn, nú ert þú lýðræðislega kjörinn bæjarstjóri fólksins í Kópavogi. Ættir þú ekki, og þitt fólk hjá Kópavogsbæ, að leggja aðeins á ykkur að hjálpa fólki til að leysa svona mál? Þegar kerfið er að bregðast? „Það er það sem við gerðum og það er það sem við sögðum. Að hafa samband við skattinn. Og fara í það mál með þeim, og sinntum leiðbeiningaskyldum í þessu máli líka. Það er það sem að okkur snýr.“Þið gerið allt sem þið getið gert?„Jájá, við greiðum það sem okkur ber að borga, borgum skatta og skyldur og svo tekur við skattur og hann áætlar.“Viðbrögð bæjarstjórans Lilju sár vonbrigðiEn, bar ykkur að skrá þetta á dánarbúið þegar greiðslan fór ekki þangað?„Þegar svona er greitt þá er það greitt útá hinn látna. Bæturnar eru til ekkjunnar. Síðan gerist eitthvað hjá skattinum, hann áttar sig á einhverjum hlutum. En þar brestur okkur þekkingu.“ Lilju þykir ekki mikið til þessara svara bæjarstjórans koma eins og fram hefur komið, í samtali við Vísi; segir þau einkennast af hálfsannleik.Lilja Katrín og Guðmundur. Svör bæjarstjórans valda þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelm„Í stuttu máli eru þetta mikil vonbrigði. Þó ég hafi búist við þessu, í ljósi framkomu Kópavogsbæjar í þessu máli, en samt lifði ég og maður minn í voninni um að hann myndi sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ segir Lilja Katrín. Og hún heldur áfram: „Mér sárnar líka að hann segi bara hálfa söguna, þar sem þessi meinta „hótun“ frá mér var hæðni og vísan í fáranlega framkomu lögfræðings bæjarins í bréfi sem bærinn sendi til PWC sem endaði á orðunum að bærinn myndi ekki svara meira fyrir þetta mál nema fyrir dómstólum. Hann klippir framan af lokorðum tölvupósts sem ég sendi honum þar sem ég sagðist vona að hann myndi lesa tölvupóstinn og biðjast afsökunar,“ segir Lilja, en þetta bréf má sjá í tengdum skjölum hér neðar.Háð í bréfi veldur misskilningi Lilja vísar þarna til orða Ármanns í útvarpsviðtalinu þar sem hann segir, inntur eftir því óskum þeirra um fund: „Já, ég var nú að leita í mínum gögnum. Og ég finn ekki ósk um fund. Hins vegar fékk ég e-mail 8. febrúar þar sem er verið að gera grein fyrir því hvernig þetta mál bar allt saman að.Kópavogsbær er í klípu vegna sérkennilegrar deilu um skattlagningu á dánarbú.visir/vilhelmÞað e-mail endar á þann hátt: Ég svara ekki meira fyrir þetta mál nema í fjölmiðlum. Segir í lokin á því mail-i. Þá fannst mér í rauninni að þetta væri greinalýsing en ekki erindi að öðru leyti.“ Ármann segist hafa tekið því sem svo að þau hafi ekkert meira viljað við hann tala. En, Lilja segir að hún hafi verið að reyna að vera kaldhæðin, og vitna til sambærilegra loka bréfs sem þeim barst frá Kópavogsbæ, þar sem talað er um að bærinn ætli sér ekki að svara meira fyrir þetta mál nema frammi fyrir dómsstólum.Skammarbréf til bæjarstjórans „Síðan reyndar fékk ég skammarbréf tveimur dögum seinna. Sem var með slíkum ólíkindum, sem ég ætla ekki að fara út í. En, þetta voru sem sagt lokaorðin í þessu bréfi. Og, ég leit svo á að hún vildi ekkert við mig tala,“ segir bæjarstjórinn. Umrætt bréf, sem er frá Guðmundi, má einnig finna í tengdum skjölum hér fyrir neðan, þannig að lesendur geta vegið og metið sjálfir hvernig vert og eðlilegt er að skilja efni þeirra.Opið bréf til Ármann Kr Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogsbær vegna viðtals í Í bítið á Bylgjunni, morgunþætti Bylgjunnar,... Posted by Lilja Katrín Gunnarsdóttir on Thursday, April 12, 2018Tengd skjölBréf Lilju Katrínar til ÁrmannsBréf Guðmundar til Ármanns Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Smart af bæjarstjóra Kópavogsbæjar að snúa út úr orðum mínum í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en skauta alveg framhjá þeirri hótun sem barst upphaflega frá lögfræðingi Kópavogsbæjar,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaður um viðbrögð Ármanns Kr. Ólafssonar við deilu sem hún og maður hennar eiga í við bæjarfélagið.Vísir greindi í gær frá stórfurðulegri deilu en Lilja og Guðmundur R Einarsson hönnuður, maður hennar, eiga í við Kópavogsbæ. Í mjög grófum dráttum snýst deilan um það að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Þeim Guðmundi og Lilju hefur svo verið gert að greiða áætlaðan skatt af dánarbúinu, sem sagt þeirri greiðslu sem nemur um einni og hálfri milljón.Bæjarstjórinn kallar okkur lygara Ármann Kr. Ólason bæjarstjóri Kópavogs var í viðtali í Bítinu í morgun vegna málsins, en Lilja telur hann afbaka orð sín: „Það er eitt að koma svona fram við okkur þegar við leituðum til bæjarins, en svo allt annað að hreinlega kalla mig lygara. Svakalegt slæmt damage control,“ segir Lilja Katrín. Ármann segir í útvarpsviðtalinu það svo að Kópavogsbær greiðir sambýliskonu þessa látna einstaklings „makalaun samkvæmt kjarasamningi þar sem hann lést í eldsvoða á heimili sambýliskonunnar. Þegar það er gert greiðir Kópavogsbær alla skatta. Og það er engin skuld af hendi Kópavogsbæjar, og því var engin skuld við skattinn. Þannig afgreiðum við þetta frá okkur. Þessi réttur er alveg skýr, við gerum þetta upp með þessum hætti. Svona er aldrei greitt til dánarbúsins,“ segir Ármann.Ármann bæjarstjóri er áfram spurður um málið af útvarpsmönnunum Heimi Karlssyni og Gulla Helga, sem ganga hart fram eftir svörum:En, þetta er skráð á dánarbúið? „Já, þau fá síðan tilkynninguna sem er annað stjórnvald tekur við sem heitir skatturinn og hann fer sínar leiðir í því. Og ég í sjálfu sér kann ekki á það hvernig hann vinnur. En aðalatriðið er það að þessi kona, sem missir sambýlismann sinn, á þennan rétt samkvæmt kjarasamningum.“Konan skráð ekkja í Þjóðskrá og fékk því bæturnarEn, síðan er deilt um það hvort þau hafi verið í sambýli eða ekki? Að uppáskrifað sé frá sýslumanni að svo hafi ekki verið?„Já, en hún er skráð sem ekkja í þjóðskrá. Og það er farið, og vitnisburður nágranna er alveg skýr með það.“Vitnisburður nágranna?„Mér skilst að um sé að ræða stjórn húsfélagsins. Og hann sé alveg klár á því. Og þessi skráning í þjóðskrá. En, strákar, málið er það að hann býr inni á þessu heimili og samkvæmt kjarasamningum á hún ákveðinn rétt. Og það hefði væntanlega þótt eitthvað skrítið ef Kópavogsbær hefði neitað að greiða henni þennan rétt sem hún á.“Ármann Kr. bæjarstjóri er á því að þau hjá Kópavogsbæ hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða úr þessari sérkennilegu flækju.Nei, það er verið að deila um það af hverju þetta var skráð á dánarbúið? Og burtséð frá reglum, lítum til hins mannlega í þessu: Að það sé bankað uppá hjá þeim og þau rukkuð um skattaskuld á peningum sem þau fengu aldrei? Hvernig er það hægt? „Já, ég myndi segja að það væri mjög sniðugt hjá ykkur að fá einhvern frá skattinum hingað í viðtal.“Kópavogsbær gert allt sem hægt er að geraEn, nú ert þú lýðræðislega kjörinn bæjarstjóri fólksins í Kópavogi. Ættir þú ekki, og þitt fólk hjá Kópavogsbæ, að leggja aðeins á ykkur að hjálpa fólki til að leysa svona mál? Þegar kerfið er að bregðast? „Það er það sem við gerðum og það er það sem við sögðum. Að hafa samband við skattinn. Og fara í það mál með þeim, og sinntum leiðbeiningaskyldum í þessu máli líka. Það er það sem að okkur snýr.“Þið gerið allt sem þið getið gert?„Jájá, við greiðum það sem okkur ber að borga, borgum skatta og skyldur og svo tekur við skattur og hann áætlar.“Viðbrögð bæjarstjórans Lilju sár vonbrigðiEn, bar ykkur að skrá þetta á dánarbúið þegar greiðslan fór ekki þangað?„Þegar svona er greitt þá er það greitt útá hinn látna. Bæturnar eru til ekkjunnar. Síðan gerist eitthvað hjá skattinum, hann áttar sig á einhverjum hlutum. En þar brestur okkur þekkingu.“ Lilju þykir ekki mikið til þessara svara bæjarstjórans koma eins og fram hefur komið, í samtali við Vísi; segir þau einkennast af hálfsannleik.Lilja Katrín og Guðmundur. Svör bæjarstjórans valda þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelm„Í stuttu máli eru þetta mikil vonbrigði. Þó ég hafi búist við þessu, í ljósi framkomu Kópavogsbæjar í þessu máli, en samt lifði ég og maður minn í voninni um að hann myndi sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ segir Lilja Katrín. Og hún heldur áfram: „Mér sárnar líka að hann segi bara hálfa söguna, þar sem þessi meinta „hótun“ frá mér var hæðni og vísan í fáranlega framkomu lögfræðings bæjarins í bréfi sem bærinn sendi til PWC sem endaði á orðunum að bærinn myndi ekki svara meira fyrir þetta mál nema fyrir dómstólum. Hann klippir framan af lokorðum tölvupósts sem ég sendi honum þar sem ég sagðist vona að hann myndi lesa tölvupóstinn og biðjast afsökunar,“ segir Lilja, en þetta bréf má sjá í tengdum skjölum hér neðar.Háð í bréfi veldur misskilningi Lilja vísar þarna til orða Ármanns í útvarpsviðtalinu þar sem hann segir, inntur eftir því óskum þeirra um fund: „Já, ég var nú að leita í mínum gögnum. Og ég finn ekki ósk um fund. Hins vegar fékk ég e-mail 8. febrúar þar sem er verið að gera grein fyrir því hvernig þetta mál bar allt saman að.Kópavogsbær er í klípu vegna sérkennilegrar deilu um skattlagningu á dánarbú.visir/vilhelmÞað e-mail endar á þann hátt: Ég svara ekki meira fyrir þetta mál nema í fjölmiðlum. Segir í lokin á því mail-i. Þá fannst mér í rauninni að þetta væri greinalýsing en ekki erindi að öðru leyti.“ Ármann segist hafa tekið því sem svo að þau hafi ekkert meira viljað við hann tala. En, Lilja segir að hún hafi verið að reyna að vera kaldhæðin, og vitna til sambærilegra loka bréfs sem þeim barst frá Kópavogsbæ, þar sem talað er um að bærinn ætli sér ekki að svara meira fyrir þetta mál nema frammi fyrir dómsstólum.Skammarbréf til bæjarstjórans „Síðan reyndar fékk ég skammarbréf tveimur dögum seinna. Sem var með slíkum ólíkindum, sem ég ætla ekki að fara út í. En, þetta voru sem sagt lokaorðin í þessu bréfi. Og, ég leit svo á að hún vildi ekkert við mig tala,“ segir bæjarstjórinn. Umrætt bréf, sem er frá Guðmundi, má einnig finna í tengdum skjölum hér fyrir neðan, þannig að lesendur geta vegið og metið sjálfir hvernig vert og eðlilegt er að skilja efni þeirra.Opið bréf til Ármann Kr Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogsbær vegna viðtals í Í bítið á Bylgjunni, morgunþætti Bylgjunnar,... Posted by Lilja Katrín Gunnarsdóttir on Thursday, April 12, 2018Tengd skjölBréf Lilju Katrínar til ÁrmannsBréf Guðmundar til Ármanns
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira