Þar mætast fortíð og nútíð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:00 Ragnheiður og Guðríður Skugga við textílverk Ragnheiðar sem vísar í holdsveikraspítalann. Vísir/eyþór Það er líf og fjör í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar á að opna sýninguna „við mið“ á morgun, föstudag, klukkan 17 og meistaranemar úr myndlistardeild Listaháskólans eru að koma fyrir verkum sínum á tveimur hæðum safnsins, innan um skúlptúrverk Sigurjóns (1908-1982). Öll eru þessi nýju listaverk innblásin af verkum Sigurjóns og sögu og staðháttum á Laugarnesinu og eru þó afar fjölbreytt og ólík að efni og gerð. Eða eins og stendur í hugleiðingum sýningarstjóra: „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við.“ Á bak við sýninguna standa alls ellefu listamenn, að Sigurjóni meðtöldum. Guðríður Skugga er ein þeirra. Hún stendur uppi í stiga á neðri hæðinni með hallamál að finna rétta punktinn fyrir aðra af tveimur ljósmyndum sem hún hefur endurgert og smíðað trausta og eftirtektarverða málmramma utan um.Kimi Tayler vinnur að verki sínu.Í forgrunni annarrar myndarinnar sjást saltfiskstæður og -breiður og svolítið brot af Esjunni í bakgrunni en á báðum myndunum er hús sem logar virðast leika um. „Þetta eru gamlar ljósmyndir af Laugarnesinu,“ útskýrir Guðríður Skugga. „Þær voru aðgengilegar á internetinu og allir máttu nota þær. Ég endurgerði filmur og prentaði aftur og svo brenndi ég út holdsveikraspítalann sem brann 7. apríl 1943. Auk þess er ég með texta í ramma sem ég hengi upp á milli myndanna. Það sem mér finnst merkilegt er að grunnurinn að spítalanum skuli vera bílastæðið hér utan við safnið og að við skulum ganga á sömu steinum og voru þar þá. Það er mjög sterk tenging.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir er að útskrifast úr Listaháskólanum í vor eftir tveggja ára nám og er að setja upp textílverk á efri hæðinni. „Þetta er efni sem ég hef verið að vinna með. Það vísar í skinn eða húð og ég tengi það holdsveikraspítalanum sem hér stóð. Ég keypti efnið, gataði það og tætti svolítið og bar svo á það efni sem gerir það stíft. Set svo lag ofan á lag þannig að þrívídd skapist.“ Sýningin „við mið“ er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands og það eru nemar úr HÍ sem annast sýningarstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Það er líf og fjör í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar á að opna sýninguna „við mið“ á morgun, föstudag, klukkan 17 og meistaranemar úr myndlistardeild Listaháskólans eru að koma fyrir verkum sínum á tveimur hæðum safnsins, innan um skúlptúrverk Sigurjóns (1908-1982). Öll eru þessi nýju listaverk innblásin af verkum Sigurjóns og sögu og staðháttum á Laugarnesinu og eru þó afar fjölbreytt og ólík að efni og gerð. Eða eins og stendur í hugleiðingum sýningarstjóra: „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við.“ Á bak við sýninguna standa alls ellefu listamenn, að Sigurjóni meðtöldum. Guðríður Skugga er ein þeirra. Hún stendur uppi í stiga á neðri hæðinni með hallamál að finna rétta punktinn fyrir aðra af tveimur ljósmyndum sem hún hefur endurgert og smíðað trausta og eftirtektarverða málmramma utan um.Kimi Tayler vinnur að verki sínu.Í forgrunni annarrar myndarinnar sjást saltfiskstæður og -breiður og svolítið brot af Esjunni í bakgrunni en á báðum myndunum er hús sem logar virðast leika um. „Þetta eru gamlar ljósmyndir af Laugarnesinu,“ útskýrir Guðríður Skugga. „Þær voru aðgengilegar á internetinu og allir máttu nota þær. Ég endurgerði filmur og prentaði aftur og svo brenndi ég út holdsveikraspítalann sem brann 7. apríl 1943. Auk þess er ég með texta í ramma sem ég hengi upp á milli myndanna. Það sem mér finnst merkilegt er að grunnurinn að spítalanum skuli vera bílastæðið hér utan við safnið og að við skulum ganga á sömu steinum og voru þar þá. Það er mjög sterk tenging.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir er að útskrifast úr Listaháskólanum í vor eftir tveggja ára nám og er að setja upp textílverk á efri hæðinni. „Þetta er efni sem ég hef verið að vinna með. Það vísar í skinn eða húð og ég tengi það holdsveikraspítalanum sem hér stóð. Ég keypti efnið, gataði það og tætti svolítið og bar svo á það efni sem gerir það stíft. Set svo lag ofan á lag þannig að þrívídd skapist.“ Sýningin „við mið“ er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands og það eru nemar úr HÍ sem annast sýningarstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira