Messufall í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Guardiola faðmar Franck Ribéry í leik Bayern München og Real Madrid 2014. Bayern tapaði 4-0. Ljósblái herinn hans Peps Guardiola tapaði 5-1 samanlagt fyrir Rauða hernum frá Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staða Manchester City var erfið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Anfield og þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik í leiknum á þriðjudaginn urðu vonir City að engu þegar Mohamed Salah jafnaði í 1-1 á 56. mínútu. Roberto Firmino skoraði svo sigurmark Liverpool 13 mínútum fyrir leikslok. Guardiola horfði á seinni hálfleikinn úr stúkunni á Etihad. Undir lok fyrri hálfleik var mark ranglega dæmt af City vegna rangstöðu. Spánverjinn mótmælti og var sendur upp í stúku af landa sínum, Antonio Mateu Lahoz. Eftir leikinn sagðist Guardiola ekki hafa móðgað dómarann, aðeins sagt honum að markið hefði átt að standa.Þrjú töp í röð Tapið í gær var það þriðja á einni viku hjá City. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool og í millitíðinni fyrir Manchester United í leik þar sem City gat tryggt sér Englandsmeistaratitilinn. Það er þó ekki spurning hvort heldur hvenær City verður meistari, enda með 13 stiga forskot á United og á mjög auðvelda dagskrá fram undan. Þá eru lærisveinar Guardiola búnir að vinna deildabikarinn. En liðið ætlaði sér lengra í Meistaradeildinni, sem var ein af helstu ástæðunum fyrir því að City réð Guardiola fyrir tveimur árum. City komst einni umferð lengra í Meistaradeildinni í ár en í fyrra en lið sem eyðir rúmlega 250 milljónum punda í leikmenn á tímabilinu ætlar sér meira en að detta út í 8-liða úrslitum. City hefur reyndar ekki gert neinar rósir í Meistaradeildinni síðan olíufurstarnir frá Abú Dabí keyptu félagið fyrir áratug. City hefur lengst komist í undanúrslit fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. City hefur yfirburði heima fyrir en á enn eftir að leggja Evrópu undir sig.Ekki komist í úrslit síðan 2011 Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar á fyrstu þremur árum sínum sem stjóri Barcelona. En síðan 2011 hefur honum hvorki tekist að koma liði í úrslit Meistaradeildarinnar né landa bikarnum með stóru eyrun. Barcelona féll úr leik fyrir Chelsea 2012 og tímabilið á eftir var Guardiola í fríi frá þjálfun. Hann tók við Bayern München 2013 og undir hans stjórn komst liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þar lentu Bæjarar illa í því og réðu ekkert við skyndisóknir Real Madrid sem vann einvígið, samanlagt 5-0. Árið eftir hentu gömlu lærisveinar Guardiola í Barcelona Bayern úr leik í undanúrslitunum, samtals 5-3. Einvígið var nánast búið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum. Lionel Messi gerði Bayern lífið leitt í þeim leik en Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan hann hætti að þjálfa argentínska snillinginn. Bayern komst einnig í undanúrslit á þriðja og síðasta tímabili Guardiola þar en féll úr leik fyrir Atlético Madrid á útivallarmarki. Í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Guardiola, strandaði City svo á Monaco í 16-liða úrslitunum. Franska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.Varnarleysi á stóra sviðinu Varnarleikurinn hefur orðið liðunum hans Guardiola að falli í Meistaradeildinni undanfarin ár og þau eiga í sérstaklega miklum vandræðum með lið sem geta beitt skæðum skyndisóknum, eins og Liverpool. City fékk samtals á sig fimm mörk gegn Liverpool í ár og sex gegn Monaco í fyrra. Real Madrid skoraði fimm gegn Bayern 2014 og Barcelona fimm árið eftir. Guardiola gefur engan afslátt af sinni hugmyndafræði og stundum kemur það honum í koll. Líkurnar á því að hann breyti til og leggi meiri áherslu á varnarleik eru ekki miklar. Leikstíllinn sem hann predikar hefur þrátt fyrir allt skilað honum fjölda titla og verið lofaður í bak og fyrir.Betur má ef duga skal Þrátt fyrir ófarir síðustu þriggja leikja hefur Guardiola náð betra jafnvægi í leik City en í fyrra. Liðið hefur t.a.m. aðeins fengið á sig 24 mörk í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins United hefur haldið oftar hreinu. En betur má ef duga skal. Leikirnir gegn Liverpool og United sýndu það. Guardiola er með opin tékkhefti og mun eflaust ná í sterka leikmenn í sumar til að freista þess að koma City í fremstu röð í Evrópu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Ljósblái herinn hans Peps Guardiola tapaði 5-1 samanlagt fyrir Rauða hernum frá Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staða Manchester City var erfið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Anfield og þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik í leiknum á þriðjudaginn urðu vonir City að engu þegar Mohamed Salah jafnaði í 1-1 á 56. mínútu. Roberto Firmino skoraði svo sigurmark Liverpool 13 mínútum fyrir leikslok. Guardiola horfði á seinni hálfleikinn úr stúkunni á Etihad. Undir lok fyrri hálfleik var mark ranglega dæmt af City vegna rangstöðu. Spánverjinn mótmælti og var sendur upp í stúku af landa sínum, Antonio Mateu Lahoz. Eftir leikinn sagðist Guardiola ekki hafa móðgað dómarann, aðeins sagt honum að markið hefði átt að standa.Þrjú töp í röð Tapið í gær var það þriðja á einni viku hjá City. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool og í millitíðinni fyrir Manchester United í leik þar sem City gat tryggt sér Englandsmeistaratitilinn. Það er þó ekki spurning hvort heldur hvenær City verður meistari, enda með 13 stiga forskot á United og á mjög auðvelda dagskrá fram undan. Þá eru lærisveinar Guardiola búnir að vinna deildabikarinn. En liðið ætlaði sér lengra í Meistaradeildinni, sem var ein af helstu ástæðunum fyrir því að City réð Guardiola fyrir tveimur árum. City komst einni umferð lengra í Meistaradeildinni í ár en í fyrra en lið sem eyðir rúmlega 250 milljónum punda í leikmenn á tímabilinu ætlar sér meira en að detta út í 8-liða úrslitum. City hefur reyndar ekki gert neinar rósir í Meistaradeildinni síðan olíufurstarnir frá Abú Dabí keyptu félagið fyrir áratug. City hefur lengst komist í undanúrslit fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. City hefur yfirburði heima fyrir en á enn eftir að leggja Evrópu undir sig.Ekki komist í úrslit síðan 2011 Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar á fyrstu þremur árum sínum sem stjóri Barcelona. En síðan 2011 hefur honum hvorki tekist að koma liði í úrslit Meistaradeildarinnar né landa bikarnum með stóru eyrun. Barcelona féll úr leik fyrir Chelsea 2012 og tímabilið á eftir var Guardiola í fríi frá þjálfun. Hann tók við Bayern München 2013 og undir hans stjórn komst liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þar lentu Bæjarar illa í því og réðu ekkert við skyndisóknir Real Madrid sem vann einvígið, samanlagt 5-0. Árið eftir hentu gömlu lærisveinar Guardiola í Barcelona Bayern úr leik í undanúrslitunum, samtals 5-3. Einvígið var nánast búið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum. Lionel Messi gerði Bayern lífið leitt í þeim leik en Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan hann hætti að þjálfa argentínska snillinginn. Bayern komst einnig í undanúrslit á þriðja og síðasta tímabili Guardiola þar en féll úr leik fyrir Atlético Madrid á útivallarmarki. Í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Guardiola, strandaði City svo á Monaco í 16-liða úrslitunum. Franska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.Varnarleysi á stóra sviðinu Varnarleikurinn hefur orðið liðunum hans Guardiola að falli í Meistaradeildinni undanfarin ár og þau eiga í sérstaklega miklum vandræðum með lið sem geta beitt skæðum skyndisóknum, eins og Liverpool. City fékk samtals á sig fimm mörk gegn Liverpool í ár og sex gegn Monaco í fyrra. Real Madrid skoraði fimm gegn Bayern 2014 og Barcelona fimm árið eftir. Guardiola gefur engan afslátt af sinni hugmyndafræði og stundum kemur það honum í koll. Líkurnar á því að hann breyti til og leggi meiri áherslu á varnarleik eru ekki miklar. Leikstíllinn sem hann predikar hefur þrátt fyrir allt skilað honum fjölda titla og verið lofaður í bak og fyrir.Betur má ef duga skal Þrátt fyrir ófarir síðustu þriggja leikja hefur Guardiola náð betra jafnvægi í leik City en í fyrra. Liðið hefur t.a.m. aðeins fengið á sig 24 mörk í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins United hefur haldið oftar hreinu. En betur má ef duga skal. Leikirnir gegn Liverpool og United sýndu það. Guardiola er með opin tékkhefti og mun eflaust ná í sterka leikmenn í sumar til að freista þess að koma City í fremstu röð í Evrópu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti