Byggðasöfn og brauð Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun