Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 11:45 Airbnb-gisting í Reykjavík er umsvifamikil. vísir/anton brink Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“ Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20