Hagnaður GAMMA minnkaði um fjórðung Hörður Ægisson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira