Hvernig má bæta starf kennarans? Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun