Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar að beita sér fyrir auknu aðgengi að áfengi Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 18:35 Verslunin Hagkaup vill fá að selja vín í Litlatúni í Garðabæ og sendi bæjarstjóranum bréf þess efnis. ja.is Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR. Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR.
Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira