Roma sló út Barcelona með lygilegri endurkomu 10. apríl 2018 20:15 Það var ósvikinn fögnuðurinn á Ítalíu í kvöld. Vísir/afp Ein af lygilegri úrslitum síðari ára litu dagsins ljós á Ítalíu í kvöld er Roma vann upp þriggja marka forskot gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Roma tapaði fyrri leiknum í Barcelona 4-1 og það voru fáir sem höfðu trú á Roma í kvöld. Þeir höfðu hins vegar sjálfir trú á verkefninu og gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur. Edin Dzeko kom Roma yfir strax á sjöttu mínútu sem gaf góð fyrirheit fyrir leikinn en Roma var 1-0 yfir í hálfleik. Á 58. mínútu tvöfaldaði Daniele De Rossi metin af vítapunktinum og Roma þurfti bara eitt mark í viðbót. Það var svo átta mínútum fyrir leikslok sem Konstantinos Manolas stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Cengiz Under og skaut Roma áfram. Allt ætlaði um koll að keyra á Ólympíuleikvanginum enda Roma að slá út risann frá Spáni. Roma og Liverpool eru því komin áfram í undanúrslitin en á morgun ræðst það svo hvort það verður Real Madrid eða Juventus annars vegar og hins vegar Bayern Munchen og Sevilla. Meistaradeild Evrópu
Ein af lygilegri úrslitum síðari ára litu dagsins ljós á Ítalíu í kvöld er Roma vann upp þriggja marka forskot gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Roma tapaði fyrri leiknum í Barcelona 4-1 og það voru fáir sem höfðu trú á Roma í kvöld. Þeir höfðu hins vegar sjálfir trú á verkefninu og gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur. Edin Dzeko kom Roma yfir strax á sjöttu mínútu sem gaf góð fyrirheit fyrir leikinn en Roma var 1-0 yfir í hálfleik. Á 58. mínútu tvöfaldaði Daniele De Rossi metin af vítapunktinum og Roma þurfti bara eitt mark í viðbót. Það var svo átta mínútum fyrir leikslok sem Konstantinos Manolas stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Cengiz Under og skaut Roma áfram. Allt ætlaði um koll að keyra á Ólympíuleikvanginum enda Roma að slá út risann frá Spáni. Roma og Liverpool eru því komin áfram í undanúrslitin en á morgun ræðst það svo hvort það verður Real Madrid eða Juventus annars vegar og hins vegar Bayern Munchen og Sevilla.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti