Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 10:29 Trump hellti úr skálum reiði sinnar um rassíurnar á fundi með herforingjum í gær. Þá hafði enn ekki verið greint frá þeim opinberlega. Vísir/AFP Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48