Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 10:29 Trump hellti úr skálum reiði sinnar um rassíurnar á fundi með herforingjum í gær. Þá hafði enn ekki verið greint frá þeim opinberlega. Vísir/AFP Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48