Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 10:15 Framlag úkraínska stálfurstans fór til góðgerðasjóð Trump. Forsetinn hefur áður verið sakaður um að misnota sjóðinn og nota hann til að greiða fyrir eigin lögfræðikostnað. Vísir/AFP Greiðsla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti þáði fyrir að tala á ráðstefnu úkraínsks auðkýfings þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð yfir árið 2015 er nú til rannsóknar hjá saksóknurum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins.New York Times segir að gögn um greiðsluna hafi komið í ljós þegar Mueller stefndi fyrirtæki forsetans um afhendingu fjölda skjala um viðskipti við erlenda aðila í síðasta mánuði. Alls fékk Trump-sjóðurinn, góðgerðafélag forsetans, 150.000 dollara frá Viktori Pintsjúk, úkraínskum stálfursta, gegn því að Trump talaði í tuttugu mínútur á ráðstefnu í Kænugarði í september árið 2015. Trump hélt töluna í gegnum fjarfundarbúnað. Framlagið var það stærsta sem sjóðurinn fékk frá öðrum en Trump sjálfum það ár. Blaðið fullyrðir að það hafi verið Michael Cohen, lögmaður Trump, sem falaðist eftir greiðslunni. Alríkislögreglan FBI gerði húsleit á skrifstofu Cohen, íbúð og hótelherbergi í gær og safnaði þar gögnum. Talið er að húsleitin tengist greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Ráðstefnan sem Trump talaði á fjallaði um samband Úkraínu og Evrópusambandsins en Pintsjúk er hlyntur nánari tengslum við vestærn ríki. Vestrænir stjórnmálamenn hafa mætt á ráðstefnuna í gegnum tíðina, þar á meðal Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Þegar hún fór fram stóð forval Repúblikanaflokksins enn yfir. Trump var þá með forystu í forvalinu en hvorki flokksforystan né fjölmiðla trúðu hins vegar ekki ennþá að hann gæti staðið uppi sem sigurvegari á endanum.Viktor Píntsjúk hefur sóst eftir nánari tengslum Úkraínu og vestrænna ríkja. Trump talaði á ráðstefnu hans gegn 150.000 dollara greiðslu árið 2015.Vísir/AFPVaxandi áhugi á erlendum greiðslum Mueller virðist nú vera að rannsaka hvaða áhrif greiðslur frá erlendum aðilum, öðrum en Rússum, höfðu á framboð Trump. Hann hefur umboð til þess að rannsaka meint samráð framboðsins við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og annað mögulegt saknæmt athæfi sem hann kann að komast á snoðir um. Áður hefur New York Times sagt frá því að líbansk-bandarískur kaupsýslumaður og ráðgjafi stjórnvalda í Sameinaða arabíska furstadæminu vinni nú með saksóknurum Mueller. Til rannsóknar sé hvort að þarlendir leiðtogar hafi veitt fé til framboðs Trump og hvort þeir hafi reynt að kaupa sér pólitíska greiða hjá ríkisstjórn hans. Þá hefur komið fram að Mueller hafi látið stöðva að minnsta kosti tvo rússneska ólígarka við komu til Bandaríkjanna. Saksóknarar hafi spurt vitni spurninga um hvort að fé hafi runnið inn í framboð Trump frá rússneskum ólígörkum, mögulega í gegnum bandaríska leppi. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að þiggja fé frá erlendum aðilum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Greiðsla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti þáði fyrir að tala á ráðstefnu úkraínsks auðkýfings þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð yfir árið 2015 er nú til rannsóknar hjá saksóknurum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins.New York Times segir að gögn um greiðsluna hafi komið í ljós þegar Mueller stefndi fyrirtæki forsetans um afhendingu fjölda skjala um viðskipti við erlenda aðila í síðasta mánuði. Alls fékk Trump-sjóðurinn, góðgerðafélag forsetans, 150.000 dollara frá Viktori Pintsjúk, úkraínskum stálfursta, gegn því að Trump talaði í tuttugu mínútur á ráðstefnu í Kænugarði í september árið 2015. Trump hélt töluna í gegnum fjarfundarbúnað. Framlagið var það stærsta sem sjóðurinn fékk frá öðrum en Trump sjálfum það ár. Blaðið fullyrðir að það hafi verið Michael Cohen, lögmaður Trump, sem falaðist eftir greiðslunni. Alríkislögreglan FBI gerði húsleit á skrifstofu Cohen, íbúð og hótelherbergi í gær og safnaði þar gögnum. Talið er að húsleitin tengist greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Ráðstefnan sem Trump talaði á fjallaði um samband Úkraínu og Evrópusambandsins en Pintsjúk er hlyntur nánari tengslum við vestærn ríki. Vestrænir stjórnmálamenn hafa mætt á ráðstefnuna í gegnum tíðina, þar á meðal Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Þegar hún fór fram stóð forval Repúblikanaflokksins enn yfir. Trump var þá með forystu í forvalinu en hvorki flokksforystan né fjölmiðla trúðu hins vegar ekki ennþá að hann gæti staðið uppi sem sigurvegari á endanum.Viktor Píntsjúk hefur sóst eftir nánari tengslum Úkraínu og vestrænna ríkja. Trump talaði á ráðstefnu hans gegn 150.000 dollara greiðslu árið 2015.Vísir/AFPVaxandi áhugi á erlendum greiðslum Mueller virðist nú vera að rannsaka hvaða áhrif greiðslur frá erlendum aðilum, öðrum en Rússum, höfðu á framboð Trump. Hann hefur umboð til þess að rannsaka meint samráð framboðsins við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og annað mögulegt saknæmt athæfi sem hann kann að komast á snoðir um. Áður hefur New York Times sagt frá því að líbansk-bandarískur kaupsýslumaður og ráðgjafi stjórnvalda í Sameinaða arabíska furstadæminu vinni nú með saksóknurum Mueller. Til rannsóknar sé hvort að þarlendir leiðtogar hafi veitt fé til framboðs Trump og hvort þeir hafi reynt að kaupa sér pólitíska greiða hjá ríkisstjórn hans. Þá hefur komið fram að Mueller hafi látið stöðva að minnsta kosti tvo rússneska ólígarka við komu til Bandaríkjanna. Saksóknarar hafi spurt vitni spurninga um hvort að fé hafi runnið inn í framboð Trump frá rússneskum ólígörkum, mögulega í gegnum bandaríska leppi. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að þiggja fé frá erlendum aðilum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15