Þröngt lýðræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. apríl 2018 10:00 Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg. Það sem blasir við í Ungverjalandi er, líkt og þróunin hefur verið í Póllandi, Rússlandi, Tyrklandi og víðar, einveldisstjórn, þar sem kjósendur hafa sífellt takmarkaðri getu og möguleika til að taka upplýsta afstöðu til ríkjandi valdhafa, og til þeirra afla sem freista þess að komast til valda með lýðræðislegum hætti. Viktor Orbán barðist eitt sinn fyrir gildum hins frjálslynda lýðræðis. Vegferð hans undanfarin ár, eða allt frá árinu 2010, hefur í grunninn verið meðvituð og einbeitt aðför að lýðræðislegum grundvelli hins frjálsa Ungverjalands. Þröngt, eða ófrjálst, lýðræði hefur verið yfirlýst markmið Orbáns frá árinu 2014. Frá því að hann komst til valda fyrir átta árum hefur Orbán staðið fyrir meiriháttar breytingum á stjórnskipan Ungverjalands. Þetta tekur til uppstokkunar í Hæstarétti landsins, þar sem dómarar hliðhollir Fidesz eru nú í meirihluta, kjördæmahagræðingar til að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma, til stofnunar sérstakrar eftirlitsstofnunar um störf fjölmiðla og árása á málfrelsi. Dæmin eru fleiri. Undir stjórn Orbáns hefur Ungverjaland stillt sér upp við hlið Rússlands sem þjófræði þar sem fylgitungl leiðtogans hafa efnast mjög í kjölfar umfangsmikilla lagabreytinga. Markmiðið er að búa svo um hnútana að andstæðingar Fidesz eigi einfaldlega ekki möguleika á að komast til valda. Líkt og Rússland Pútíns hefur Ungverjaland Orbáns sótt hart að óháðum mannréttindasamtökum sem vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum. Um leið hefur Orbán málað vestræn ríki sem fjandsamleg öfl, þar sem íslamskir innflytjendur eru sagðir hafa hertekið heilu samfélögin með samþykki veikra stjórnvalda sem hampa fjölmenningu ofar öllu öðru. Sú hugmyndafræði sem Orbán boðar er aðeins „lýðræði“ í orwellskum skilningi þess orðs, þar sem yfirvöld boða til reglulegra kosninga og fullyrða í ríkisreknum áróðursmiðlum að framkvæmd þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Þessi afbökun lýðræðisins í Mið- og Austur-Evrópu ætti að vera áhyggjuefni allra Evrópubúa og henni á að mæta með mótmælum og aðgerðum þeirra ríkja sem er annt um að styrkja stoðir þess. Óábyrgt er að aðhafast ekkert og vona að þessi þróun sé einangruð við nokkur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í þessum Evrópulöndum eiga mannréttindi, fjölmenning og önnur lýðræðisleg gildi undir högg að sækja.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun