Bragi mætir ekki á opinn fund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2018 19:32 Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Vísir/Pjetur Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun. Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun.
Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52