Í þingskaparlögum segir „Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að sögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar.“
Halldóra segir að það sé rangt að ráðherra hafi haft frumkvæði að því að veita upplýsingarnar, þvert á móti hafi þau verið þrjú sem kölluðu eftir upplýsingunum. Beðið var um öll gögn í máli umkvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna Braga, forstjóra Barnaverndarstofu, sem er í ársleyfi. Upplýsingarnar hafi aftur á móti komið mánuði seinna.
Halldóra segir að biðin langa eftir gögnunum sé mögulega þess valdandi að ekki sé hægt að endurskoða tilnefningu Braga sem fulltrúa Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna.
Eftir að hafa skoðað innihald gagnanna segist hún alls ekki viss um að ríkisstjórnin hefði tilnefnt Braga. Gögn í málinu hefðu verið forsenda þess að mögulegt hefði verið að taka ákvörðun í máli Braga.
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni.
Hér að neðan er hægt að hlusta á hljóðbrotið þar sem mál ráðherra var til umfjöllunar.