Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. apríl 2018 09:50 Páll Ólafsson í bókinni Englar alheimsins eyddi talsverðum tíma í sjoppunni í Laugardalnum. Vísir/Anton Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira