Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 22:45 Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í fyrra þegar Portúgal sigraði keppnina í fyrsta skipti. VISIR / EPA Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí. Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí.
Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57
Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38
Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30