Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 18:21 Hér liggur Sunna Elvira inni á sjúkrahúsi á Spáni. Sunna lamaðist við fallið. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00