Hvað er í gangi hjá Kanye West? Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2018 16:35 Aðdáendur og vinir rapparans Kanye West hafa lýst yfir áhyggjum af hegðun hans á Twitter seinustu vikuna. Vísir/Getty Kanye West er umdeildur en jafnframt vinsæll rappari. Hann er einn besti tónlistarmaður sinnar kynslóðar, stöðug enduruppgötvun með hverri plötu sem hann gefur út hefur mótað tónlistariðnaðinn síðustu ár og endurskilgreint hvað flokkast undir rapptónlist. Hann hefur einnig verið óhræddur við að viðra skoðanir sínar og á sínum tíma gagnrýndi hann George Bush þáverandi Bandaríkjaforseta harðlega. Hann sagði að forsetanum þætti ekki vænt um svart fólk vegna þess hvernig Bush brást við eftir fellibylinn Katrínu sem lagði New Orleans í rúst. Það kom því mörgum aðdáendum og vinum rapparans á óvart þegar hann lýsti yfir ást sinni á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á Twitter á dögunum. Margir aðdáendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að rapparinn sé andlega veikur eða sé að snúast til róttækra hægri afla (e. alt right).Öfga hægrið Síðan rapparinn opnaði twitter-aðganginn sinn aftur fyrr í þessum mánuði hefur hann tilkynnt að hann ætli að gefa út tvær plötur, sé að skrifa heimspekirit, sé búinn að reka umboðsmann sinn og nú síðast lýst yfir stuðningi við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og öfgakenndar skoðanir hans. Þetta byrjaði allt á laugardag þegar Kanye tísti að hann elski hvernig Candace Owen hugsar. Mörgum brá við þetta tíst en Owen er umdeild fyrir öfgakenndar, hægrisinnaðar skoðanir. Á mánudag endurtísti Kanye síðan myndböndum frá Scott Adams, öðrum umdeildum hægrisinnuðum manni sem er vinsæll hjá samsæriskenningasmiðum og er ötull stuðningsmaður Trumps Bandaríkjaforseta. Í myndböndunum lofsöng Adams rapparann fyrir að hrósa Candace Owen og hugsunum hennar. Hann talaði einnig um að Kanye hafi opnað fangelsi hugans með því að tala um Owen. pic.twitter.com/m5JGp9zKyM— KANYE WEST (@kanyewest) April 23, 2018 Kanye virðist vera að íhuga forsetaframboð því að á þriðjudag tísti hann „2024“ sem marga grunar að vísi í forsetakosningar í Bandaríkjunum en þar næstu kosningar fara fram árið 2024.Áhyggjur af andlegri heilsu rapparans Fjölmiðlar, sem og aðdáendur, héldu síðan að Kanye væri að missa vitið á miðvikudag og lýstu yfir áhyggjum af andlegri heilsu rapparans. Kanye byrjaði á því að tísta myndum af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Kim Kardashan, og hæddist að þeirri hugmynd að hann væri staddur í „the sunken place“ úr hryllingsmyndinni Get Out. Röð tísta frá Kanye fylgdi í kjölfarið þar sem hann sagðist vera vanur því að vera umdeildur fyrir sjálfstæða hugsun sína. Múgurinn gæti ekki fengið hann til að elska Trump ekki því þeir búi báðir yfir „drekaorku“. Rapparinn bætti einnig við að hann elskaði alla en sé ekki samþykkur öllu sem allir gera. Hann hélt því til haga að hann styddi hvorki Demókrataflokkinn né Repúblikanaflokkinn og að hann sé ekki pólitískur. Hann endaði síðan á því að kalla eftir meiri ást og sannleika í heiminum.You don't have to agree with trump but the mob can't make me not love him. We are both dragon energy. He is my brother. I love everyone. I don't agree with everything anyone does. That's what makes us individuals. And we have the right to independent thought.— KANYE WEST (@kanyewest) April 25, 2018 Seinna um daginn (athugið að það er enn þá miðvikudagur) deildi hann mynd af sér með forstjóra Universal Music og tónlistarstjóra YouTube, þar sem hann var með Make America Great Again-derhúfu, sem Donald Trump gerði fræga í forsetakosningabaráttu sinni.we got love pic.twitter.com/Edk0WGscp6— KANYE WEST (@kanyewest) April 25, 2018 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, þakkaði Kanye fyrir stuðninginn á Twitter. Á meðan það átti sér stað var Kim Kardashian á haus að verja eiginmann sinn fyrir gagnrýni frá fjölmiðlum sem ýja að því að hann sé andlega veikur fyrir að viðra skoðanir sínar og stuðning við Trump.Thank you Kanye, very cool! https://t.co/vRIC87M21X— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2018 To the media trying to demonize my husband let me just say this... your commentary on Kanye being erratic & his tweets being disturbing is actually scary. So quick to label him as having mental health issues for just being himself when he has always been expressive is not fair— Kim Kardashian West (@KimKardashian) April 25, 2018 Framhaldið óljóst Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. Vinir hafa reynt að tala við hann og útskýra hversu alvarleg hegðun þetta sé hjá rapparanum en hann lætur deigan ekki síga og heldur staðfastur í skoðun sína á Trump og hugsjónum hans. Tónlistarmaðurinn John Legend er góður vinur Kanye og reyndi að tala vin sinn til í SMS-skilaboðum. Það endaði ekki betur en svo að rapparinn birti samskipti þeirra á Twitter síðu sinni. Legend tók því greinilega ekki illa og nýtti tækifærið til að vekja athygli nýju lagi sem hann var að gefa út. pic.twitter.com/zxcloMEj9I— KANYE WEST (@kanyewest) April 26, 2018 Enginn veit hvert framhaldið verður hjá rapparanum eða hvort hann haldi áfram á sömu braut. Aðdáendur hafa bent á þá staðreynd að hann sé að fara að gefa út tvær nýjar plötur og þessi hegðun gæti því tengst umfjöllun og auglýsingaherferð fyrir þær. Það er enn sem komið er óstaðfest. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig aðdáendur rapparans bregðast við þessari nýtilkomnu hegðun hans. Eitt er víst: Kanye West er hverni nærri hættur að tísta. Þeim sem vilja kynna sér málið betur er bent á Twitter-síðu kappans sem má skoða hér. Tónlist Tengdar fréttir Yeezús er risinn aftur Íslandsvinurinn Kanye West vaknaði til lífsins á Twitter í síðustu viku og fór að senda frá sér tíst í gríð og erg. Þar á meðal kynnti hann nýja bók og tvær nýjar plötur, þar á meðal sólóplötuna sem hann hefur verið að vinna að í Wyoming-fylki upp á síðkastið. 23. apríl 2018 08:00 Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Kanye West vinnur að heimspekiriti Kanye West býr yfir fjölbreyttu áhugasviði en hann hyggst gefa út heimspekilega bók. 15. apríl 2018 18:04 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kanye West er umdeildur en jafnframt vinsæll rappari. Hann er einn besti tónlistarmaður sinnar kynslóðar, stöðug enduruppgötvun með hverri plötu sem hann gefur út hefur mótað tónlistariðnaðinn síðustu ár og endurskilgreint hvað flokkast undir rapptónlist. Hann hefur einnig verið óhræddur við að viðra skoðanir sínar og á sínum tíma gagnrýndi hann George Bush þáverandi Bandaríkjaforseta harðlega. Hann sagði að forsetanum þætti ekki vænt um svart fólk vegna þess hvernig Bush brást við eftir fellibylinn Katrínu sem lagði New Orleans í rúst. Það kom því mörgum aðdáendum og vinum rapparans á óvart þegar hann lýsti yfir ást sinni á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á Twitter á dögunum. Margir aðdáendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að rapparinn sé andlega veikur eða sé að snúast til róttækra hægri afla (e. alt right).Öfga hægrið Síðan rapparinn opnaði twitter-aðganginn sinn aftur fyrr í þessum mánuði hefur hann tilkynnt að hann ætli að gefa út tvær plötur, sé að skrifa heimspekirit, sé búinn að reka umboðsmann sinn og nú síðast lýst yfir stuðningi við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og öfgakenndar skoðanir hans. Þetta byrjaði allt á laugardag þegar Kanye tísti að hann elski hvernig Candace Owen hugsar. Mörgum brá við þetta tíst en Owen er umdeild fyrir öfgakenndar, hægrisinnaðar skoðanir. Á mánudag endurtísti Kanye síðan myndböndum frá Scott Adams, öðrum umdeildum hægrisinnuðum manni sem er vinsæll hjá samsæriskenningasmiðum og er ötull stuðningsmaður Trumps Bandaríkjaforseta. Í myndböndunum lofsöng Adams rapparann fyrir að hrósa Candace Owen og hugsunum hennar. Hann talaði einnig um að Kanye hafi opnað fangelsi hugans með því að tala um Owen. pic.twitter.com/m5JGp9zKyM— KANYE WEST (@kanyewest) April 23, 2018 Kanye virðist vera að íhuga forsetaframboð því að á þriðjudag tísti hann „2024“ sem marga grunar að vísi í forsetakosningar í Bandaríkjunum en þar næstu kosningar fara fram árið 2024.Áhyggjur af andlegri heilsu rapparans Fjölmiðlar, sem og aðdáendur, héldu síðan að Kanye væri að missa vitið á miðvikudag og lýstu yfir áhyggjum af andlegri heilsu rapparans. Kanye byrjaði á því að tísta myndum af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Kim Kardashan, og hæddist að þeirri hugmynd að hann væri staddur í „the sunken place“ úr hryllingsmyndinni Get Out. Röð tísta frá Kanye fylgdi í kjölfarið þar sem hann sagðist vera vanur því að vera umdeildur fyrir sjálfstæða hugsun sína. Múgurinn gæti ekki fengið hann til að elska Trump ekki því þeir búi báðir yfir „drekaorku“. Rapparinn bætti einnig við að hann elskaði alla en sé ekki samþykkur öllu sem allir gera. Hann hélt því til haga að hann styddi hvorki Demókrataflokkinn né Repúblikanaflokkinn og að hann sé ekki pólitískur. Hann endaði síðan á því að kalla eftir meiri ást og sannleika í heiminum.You don't have to agree with trump but the mob can't make me not love him. We are both dragon energy. He is my brother. I love everyone. I don't agree with everything anyone does. That's what makes us individuals. And we have the right to independent thought.— KANYE WEST (@kanyewest) April 25, 2018 Seinna um daginn (athugið að það er enn þá miðvikudagur) deildi hann mynd af sér með forstjóra Universal Music og tónlistarstjóra YouTube, þar sem hann var með Make America Great Again-derhúfu, sem Donald Trump gerði fræga í forsetakosningabaráttu sinni.we got love pic.twitter.com/Edk0WGscp6— KANYE WEST (@kanyewest) April 25, 2018 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, þakkaði Kanye fyrir stuðninginn á Twitter. Á meðan það átti sér stað var Kim Kardashian á haus að verja eiginmann sinn fyrir gagnrýni frá fjölmiðlum sem ýja að því að hann sé andlega veikur fyrir að viðra skoðanir sínar og stuðning við Trump.Thank you Kanye, very cool! https://t.co/vRIC87M21X— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2018 To the media trying to demonize my husband let me just say this... your commentary on Kanye being erratic & his tweets being disturbing is actually scary. So quick to label him as having mental health issues for just being himself when he has always been expressive is not fair— Kim Kardashian West (@KimKardashian) April 25, 2018 Framhaldið óljóst Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. Vinir hafa reynt að tala við hann og útskýra hversu alvarleg hegðun þetta sé hjá rapparanum en hann lætur deigan ekki síga og heldur staðfastur í skoðun sína á Trump og hugsjónum hans. Tónlistarmaðurinn John Legend er góður vinur Kanye og reyndi að tala vin sinn til í SMS-skilaboðum. Það endaði ekki betur en svo að rapparinn birti samskipti þeirra á Twitter síðu sinni. Legend tók því greinilega ekki illa og nýtti tækifærið til að vekja athygli nýju lagi sem hann var að gefa út. pic.twitter.com/zxcloMEj9I— KANYE WEST (@kanyewest) April 26, 2018 Enginn veit hvert framhaldið verður hjá rapparanum eða hvort hann haldi áfram á sömu braut. Aðdáendur hafa bent á þá staðreynd að hann sé að fara að gefa út tvær nýjar plötur og þessi hegðun gæti því tengst umfjöllun og auglýsingaherferð fyrir þær. Það er enn sem komið er óstaðfest. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig aðdáendur rapparans bregðast við þessari nýtilkomnu hegðun hans. Eitt er víst: Kanye West er hverni nærri hættur að tísta. Þeim sem vilja kynna sér málið betur er bent á Twitter-síðu kappans sem má skoða hér.
Tónlist Tengdar fréttir Yeezús er risinn aftur Íslandsvinurinn Kanye West vaknaði til lífsins á Twitter í síðustu viku og fór að senda frá sér tíst í gríð og erg. Þar á meðal kynnti hann nýja bók og tvær nýjar plötur, þar á meðal sólóplötuna sem hann hefur verið að vinna að í Wyoming-fylki upp á síðkastið. 23. apríl 2018 08:00 Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Kanye West vinnur að heimspekiriti Kanye West býr yfir fjölbreyttu áhugasviði en hann hyggst gefa út heimspekilega bók. 15. apríl 2018 18:04 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Yeezús er risinn aftur Íslandsvinurinn Kanye West vaknaði til lífsins á Twitter í síðustu viku og fór að senda frá sér tíst í gríð og erg. Þar á meðal kynnti hann nýja bók og tvær nýjar plötur, þar á meðal sólóplötuna sem hann hefur verið að vinna að í Wyoming-fylki upp á síðkastið. 23. apríl 2018 08:00
Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04
Kanye West vinnur að heimspekiriti Kanye West býr yfir fjölbreyttu áhugasviði en hann hyggst gefa út heimspekilega bók. 15. apríl 2018 18:04