Innlent

Kaþólikkar mótmæltu við sendiráð Breta á Laufásvegi vegna Alfies

Garðar Örn Úlfarsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Mótmælendur skildu eftir skilaboð við breska sendiráðið á Laufásvegi í gær.
Mótmælendur skildu eftir skilaboð við breska sendiráðið á Laufásvegi í gær. Vísir/Sigtryggur
Hópur kaþólskra Pólverja á Íslandi efndi til mótmæla í gær við sendiráð Breta á Íslandi vegna framgöngu breskra stjórnvalda í máli drengsins Alfies Evans.

Einn úr hópnum sagði við Fréttablaðið að fyrst og fremst væri um að ræða stuðningsyfirlýsingu við foreldra Alfies sem bresk stjórnvöld hafi meinað að ferðast með drenginn á sjúkrahús í Vatíkaninu að leita lækninga. Að minnsta kosti eigi að leyfa þeim að taka drenginn heim.

Hinn 23 mánaða gamli Alfie Evans hefur verið í dái í rúmt ár eftir að hafa veikst af óþekktum taugahrörnunarsjúkdómi. Læknar hafa sagt að barnið eigi enga von um bata og sett sig upp á móti foreldrum barnsins um læknismeðferð á Ítalíu. Þeirri bón hafnaði áfrýjunardómstóll í Bretlandi í vikunni.

Slökkt var á öndunarvél Alfies í vikunni að kröfu lækna en gegn vilja foreldranna en hann hélt óvænt áfram að anda af sjálfsdáðum.

Tom Evans, faðir Alfies, bað mótmælendur ytra í gær um að snúa heim. Sagði hann að fjölskyldan vildi nú fá að vera í friði.

„Alfie þarf ekki að vera á gjörgæslu lengur. Nú liggur hann í rúminu og fær lítra af súrefni í lungun og sér um restina sjálfur. Sumir kalla þetta kraftaverk. Ef ekki, þá er þetta einfaldlega röng greining.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×