Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 14:50 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnir ársreikninginn í dag. mynd/reykjavíkurborg Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. Samstæða borgarinnar, en inni í henni eru B-hluta fyrirtæki líkt og Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir, var rekin með 28 milljarða króna hagnaði. Er afkoman mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningu frá borginni segir að skuldir samstæðunnar, A-og B-hluta, hafi farið lækkandi seinustu ár; hafi farið úr 255 milljörðum árið 2011 í 193 milljarða árið 2017. Þannig sé skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur 83 prósent sem sé innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að ársreikningurinn sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi. Á sama tíma höfum við verið í gríðarlegum fjárfestingum í öllum hverfum borgarinnar, lækkað fasteignagjöld og aðrar gjaldskrár, aukið framlög til mikilvægra málaflokka til muna eins og til velferðar og til leik- og grunnskóla. Metár í uppbyggingu og lóðaúthlutunum hafa m.a. gert okkur þetta kleift,“ segir Dagur. Samkvæmt greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem fylgir ársreikningnum munar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. Samstæða borgarinnar, en inni í henni eru B-hluta fyrirtæki líkt og Orkuveita Reykjavíkur og Félagsbústaðir, var rekin með 28 milljarða króna hagnaði. Er afkoman mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningu frá borginni segir að skuldir samstæðunnar, A-og B-hluta, hafi farið lækkandi seinustu ár; hafi farið úr 255 milljörðum árið 2011 í 193 milljarða árið 2017. Þannig sé skuldahlutfall samstæðunnar án skulda Orkuveitu Reykjavíkur 83 prósent sem sé innan þeirra viðmiða sem sett eru um skuldir sveitarfélaga. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að ársreikningurinn sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi. Á sama tíma höfum við verið í gríðarlegum fjárfestingum í öllum hverfum borgarinnar, lækkað fasteignagjöld og aðrar gjaldskrár, aukið framlög til mikilvægra málaflokka til muna eins og til velferðar og til leik- og grunnskóla. Metár í uppbyggingu og lóðaúthlutunum hafa m.a. gert okkur þetta kleift,“ segir Dagur. Samkvæmt greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem fylgir ársreikningnum munar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira