Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 15:30 Caster Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna vísir/getty Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018 Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira