Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 25. apríl 2018 17:57 Frá lögreglunni á Akureyri. vísir/pjetur Ákæra hefur verið gefin út á hendur boccia-þjálfara á Akureyri fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda sínum. RÚV greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt frétt RÚV var lögð fram kæra árið 2016 fyrir brot árið 2015. Héraðssaksónari sendi málið aftur í framhaldsrannsókn til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Embætti héraðssaksóknara staðfesti við Vísi að ákæra fyrir kynferðisbrot hefði verið gefin út og málið sent Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudaginn. Ekki fengust upplýsingar um hvort ákært væri fyrir nauðgun eða annars konar kynferðisbrot. Ákæran hefur ekki verið birt en búið er að tilkynna hana bæði manninum og brotaþolanum. Móðir iðkanda ákærð fyrir líflátshótun Þjálfarinn er ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu með þroskaskerðingu en konan var iðkandi hjá honum á þeim tíma. Móðir annars iðkanda sem er einnig þroskaskert hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfaranum, henni var birt ákæran í síðustu viku. Þegar konan varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Móðirin lýsti furðu og vonbrigðum með að hún væri ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ sagði móðirin um ákæruna. Útvegaði konunum húsnæði Maðurinn mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur í íþróttinni og nýtt sér þær kynferðislega í ljósi þess að hann var í yfirburðastöðu gagnvart þeim. Hann hefur sem dæmi útvegað konunum húsnæði og með því tryggt aðgang sinn að þeim. Maðurinn hefur verið þjálfari á Akureyri í mörg ár og hann er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri iðkendum sínum. Hann hefur verið áminntur fyrir óviðeigandi hegðun gegn iðkanda sínum á móti og fékk réttargæslumaður fatlaðra á Akureyri málið inn á sitt borð. Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Ákæra hefur verið gefin út á hendur boccia-þjálfara á Akureyri fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda sínum. RÚV greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt frétt RÚV var lögð fram kæra árið 2016 fyrir brot árið 2015. Héraðssaksónari sendi málið aftur í framhaldsrannsókn til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Embætti héraðssaksóknara staðfesti við Vísi að ákæra fyrir kynferðisbrot hefði verið gefin út og málið sent Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudaginn. Ekki fengust upplýsingar um hvort ákært væri fyrir nauðgun eða annars konar kynferðisbrot. Ákæran hefur ekki verið birt en búið er að tilkynna hana bæði manninum og brotaþolanum. Móðir iðkanda ákærð fyrir líflátshótun Þjálfarinn er ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu með þroskaskerðingu en konan var iðkandi hjá honum á þeim tíma. Móðir annars iðkanda sem er einnig þroskaskert hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfaranum, henni var birt ákæran í síðustu viku. Þegar konan varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Móðirin lýsti furðu og vonbrigðum með að hún væri ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ sagði móðirin um ákæruna. Útvegaði konunum húsnæði Maðurinn mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur í íþróttinni og nýtt sér þær kynferðislega í ljósi þess að hann var í yfirburðastöðu gagnvart þeim. Hann hefur sem dæmi útvegað konunum húsnæði og með því tryggt aðgang sinn að þeim. Maðurinn hefur verið þjálfari á Akureyri í mörg ár og hann er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri iðkendum sínum. Hann hefur verið áminntur fyrir óviðeigandi hegðun gegn iðkanda sínum á móti og fékk réttargæslumaður fatlaðra á Akureyri málið inn á sitt borð.
Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00