Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 07:30 Alek Minassian virðist hafa verið meðlimur, eða í það minnsta þekkt vel til hinnar svokölluð Incel-hreyfingar. Skjáskot Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 13 særðust, birtist óhugnanleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. Í færslunni er vísað til annars fjöldamorðingja, Elliot Rodger, sem skaut sex til bana og særði 13 í Isla Vista í Kaliforníu árið 2014. Í færslunni var einnig talaði með herskáum hætti um byltingu hinnar svokölluðu „Incel“-hreyfingar. Facebook-reikningi Minassian hefur nú verið lokað og lögreglan í Toronto reynir enn að átta sig á því hvað vakti fyrir árásarmanninum. Engu að síður virðist færslan á vegg Minassian tengja hann við fyrrnefnda hreyfingu - hreyfingu sem hvílir á kynferðislegri gremju tugþúsunda karlmanna og leitt hefur til djúpstæðs kvenhaturs á netinu.Þetta er færslan sem hinn grunaði birti á Facebook skömmu fyrir árásina.Í umfjöllun Guardian um málið er „Incel“ sagt vera stytting á „involuntary celibate,“ það er að segja sá sem er „þvingaður til skírlífis.“ Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morðStuðningsmenn hreyfingarinnar reiða sig á internetið þar sem þeir leita að stuðningi frá nafnlausum þjáningarbræðrum sínum. Á netinu hafa þeir þróað með sér sjálfsmynd sem byggir á því að heimurinn halli með ósanngjörnum hætti á „vandræðalega og ómyndarlega gagnkynhneigða karlmenn.“ Margir þeirra, að sögn Guardian, hafa því tileinkað sér þá skoðun að heimurinn „skuldi þeim“ kynlíf - hugmynd sem leitt hefur marga Incel-menn í ógöngur.Það er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fyrrnefnds Elliot Rodger, skömmu áður en hann réðst til atlögu í Isla Vista. Í yfirlýsingunni tók hann skýrt fram að árásin hvíldi á öllum þeim höfnunum sem hann hafði orðið fyrir frá hinu kyninu. Það væri með öllu ótækt að hann væri 22 ára gamall og ennþá hreinn sveinn.Elliot Rodger er í guðatölu innan Incel-hreyfingarinnar.Rodger var hampað sem hetju innan Incel-samfélagsins eftir árásina og varð hreyfingin enn herskárri fyrir vikið. Samfélagsmiðilinn Reddit neyddist til að mynda til að loka virku Incel-spjallsvæði á miðlinum vegna ítrekaðra hótana og hatursfullrar orðræðu sem barst frá kynferðislega sveltum notendum svæðisins. Færsla Minassian, þess sem grunaður er um verknaðinn í Toronto á mánudag, ber þess merki að hann hafi verið hluti af Incel-hreyfingunni og því ekki útilokað að kynferðisleg gremja búi að baki árásinni - rétt eins og í tifelli hins dýrkaða Rodger árið 2014. Engu að síður hafa stjórnendur aðal Incel-spjallborðsins þvertekið fyrir það að Minassian hafi verið þátttakandi í hreyfingunni. Hann hafi til að mynda aldrei birt eina einustu færslu á vefsvæðinu. Þrátt fyrir nýtur það Minassian stuðnings á síðunni. Einn notenda hennar hrósar honum til að mynda fyrir ódæðið - flestir strákanna á síðunni séu kannski stórir á bakvið lyklaborðið en láti ekki verkin tala, eins og Minassian. Hann hefur nú verið ákærður fyrir 10 morð og 13 morðtilraunir.Hér að neðan má heyra umræður í útvarpsþættinum Harmageddon um kynferðislega gremju árásarmannsins. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 13 særðust, birtist óhugnanleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. Í færslunni er vísað til annars fjöldamorðingja, Elliot Rodger, sem skaut sex til bana og særði 13 í Isla Vista í Kaliforníu árið 2014. Í færslunni var einnig talaði með herskáum hætti um byltingu hinnar svokölluðu „Incel“-hreyfingar. Facebook-reikningi Minassian hefur nú verið lokað og lögreglan í Toronto reynir enn að átta sig á því hvað vakti fyrir árásarmanninum. Engu að síður virðist færslan á vegg Minassian tengja hann við fyrrnefnda hreyfingu - hreyfingu sem hvílir á kynferðislegri gremju tugþúsunda karlmanna og leitt hefur til djúpstæðs kvenhaturs á netinu.Þetta er færslan sem hinn grunaði birti á Facebook skömmu fyrir árásina.Í umfjöllun Guardian um málið er „Incel“ sagt vera stytting á „involuntary celibate,“ það er að segja sá sem er „þvingaður til skírlífis.“ Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morðStuðningsmenn hreyfingarinnar reiða sig á internetið þar sem þeir leita að stuðningi frá nafnlausum þjáningarbræðrum sínum. Á netinu hafa þeir þróað með sér sjálfsmynd sem byggir á því að heimurinn halli með ósanngjörnum hætti á „vandræðalega og ómyndarlega gagnkynhneigða karlmenn.“ Margir þeirra, að sögn Guardian, hafa því tileinkað sér þá skoðun að heimurinn „skuldi þeim“ kynlíf - hugmynd sem leitt hefur marga Incel-menn í ógöngur.Það er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fyrrnefnds Elliot Rodger, skömmu áður en hann réðst til atlögu í Isla Vista. Í yfirlýsingunni tók hann skýrt fram að árásin hvíldi á öllum þeim höfnunum sem hann hafði orðið fyrir frá hinu kyninu. Það væri með öllu ótækt að hann væri 22 ára gamall og ennþá hreinn sveinn.Elliot Rodger er í guðatölu innan Incel-hreyfingarinnar.Rodger var hampað sem hetju innan Incel-samfélagsins eftir árásina og varð hreyfingin enn herskárri fyrir vikið. Samfélagsmiðilinn Reddit neyddist til að mynda til að loka virku Incel-spjallsvæði á miðlinum vegna ítrekaðra hótana og hatursfullrar orðræðu sem barst frá kynferðislega sveltum notendum svæðisins. Færsla Minassian, þess sem grunaður er um verknaðinn í Toronto á mánudag, ber þess merki að hann hafi verið hluti af Incel-hreyfingunni og því ekki útilokað að kynferðisleg gremja búi að baki árásinni - rétt eins og í tifelli hins dýrkaða Rodger árið 2014. Engu að síður hafa stjórnendur aðal Incel-spjallborðsins þvertekið fyrir það að Minassian hafi verið þátttakandi í hreyfingunni. Hann hafi til að mynda aldrei birt eina einustu færslu á vefsvæðinu. Þrátt fyrir nýtur það Minassian stuðnings á síðunni. Einn notenda hennar hrósar honum til að mynda fyrir ódæðið - flestir strákanna á síðunni séu kannski stórir á bakvið lyklaborðið en láti ekki verkin tala, eins og Minassian. Hann hefur nú verið ákærður fyrir 10 morð og 13 morðtilraunir.Hér að neðan má heyra umræður í útvarpsþættinum Harmageddon um kynferðislega gremju árásarmannsins.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09
Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51