Gangan trekki fleiri að en Aldrei fór ég suður Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum mæta í Fossavatnsgönguna í ár. Tveir koma frá Rússlandi en einn frá Sviss. Gusti.is „Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum. Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum.
Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira