Engin ný viðskipti fyrr en að loknum úttektum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Fjármálaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við eftirlit Borgunar með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/ernir Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun mun ekki gera samninga um færsluhirðingarþjónustu við nýja seljendur, sem selja þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða, fyrr en að loknum úttektum eftirlitsaðila. Með þessu bregst fyrirtækið við athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði á síðasta ári við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálaeftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Athugun Fjármálaeftirlitsins hófst árið 2016 en í kjölfar hennar birti eftirlitið forsvarsmönnum Borgunar tvær skýrslur á fyrri hluta síðasta árs. Fram kemur í ársreikningi Borgunar að fyrirtækið hafi orðið við athugasemdum eftirlitsins sem hafi meðal annars lotið að því að kortafyrirtækið endurtæki áreiðanleikakannanir allra erlendra seljenda sinna. Segir í ársreikningnum að þeirri vinnu sé nú að mestu lokið. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru þær að Borgun hefði ekki kannað nógu vel hvort upplýsingar um erlenda viðskiptamenn fyrirtækisins væru áreiðanlegar. Í úrtaki sextán slíkra, sem eftirlitið skoðaði, kannaði fyrirtækið þessar upplýsingar ekki nógu vel í tilfelli þrettán viðskiptavina. Fjármálaeftirlitið taldi að Borgun hefði vanrækt, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, að kanna áreiðanleika umræddra upplýsinga og vísaði málinu til héraðssaksóknara sem lét málið hins vegar falla niður. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr á árinu að saksóknari hefði ekki talið refsiheimildir í lögum nægilega traustar til þess að hægt væri að sækja málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00
Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun. 14. mars 2018 07:00