Viðskipti innlent

Ráðin mann­auðs- og gæða­stjóri Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Elín Hjálmsdóttir.
Elín Hjálmsdóttir. Aðsend

Elín Hjálmsdóttir hefur verið ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu.

Í tilkynningu segir að hún sé með víðtæka reynslu á sviði mannauðs- og gæðamála, þar af um sautján ár sem stjórnandi. 

„Elín starfaði lengst af hjá Eimskip, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs, en kemur til Hörpu frá Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði þar sem hún var framkvæmdastjóri mannauðsmála síðastliðin tvö ár.

Elín hefur unnið að stefnumótun til lengri og skemmri tíma og leitt áfram þróun og breytingar á sviði ráðningamála, fræðslustarfs, kjaramála, vinnustaðarmenningar, stjórnendaráðgjafar, mannauðsmælinga o.fl. Auk þess hefur hún verið í forsvari fyrir fyrirtæki og setið í samninganefndum vegna kjarasamninga.

Elín er með BSc.í viðskiptafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera markþjálfi frá Coach Masters Academy (CMA) í Singapore. Elín situr í stjórn lífeyrissjóðsins Stapa,“ segir í tilkynningunni. 

Hjá Hörpu starfa tæplega hundrað manns. Árlegar gestakomur eru yfir 1,2 milljónir og haldnir eru rúmlega 1.400 innlendir sem erlendir viðburðir af öllum stærðum og gerðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×