Innlent

Maðurinn sem missti meðvitund á Heimakletti er látinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Maðurinn er um sextugt.
Maðurinn er um sextugt.
Karalmaður sem missti meðvitund á Heimakletti í Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í dag er látinn. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Maðurinn er heimamaður í Eyjum og var á göngu með samferðafólki þegar hann hneig niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgunaraðgerðir á staðnum báru ekki árangur.

Læknir í þyrlunni úrskurðaði manninn látinn og var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×