Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem missti meðvitund á Heimakletti

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þyrla, sjúkraflutningamenn og björgunarsveit voru kölluð á vettvang.
Þyrla, sjúkraflutningamenn og björgunarsveit voru kölluð á vettvang. Vísir/Ívar Guðmundsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna atviks í Heimakletti í Vestamannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum er meðvitundarlaus maður á svokallaðri Hettu á Heimakletti. Þyrlan er lögð af stað og sjúkraflutningamenn og björgunarsveit eru einnig á leið á vettvang. 

Uppfært 18:22

Maðurinn var á göngu á göngu þegar hann missti meðvitund og gat samferðafólk hlúið að honum þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang. Lögregla gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. Þyrlan er nú kominn á vettvang og verður maðurinn fluttur á sjúkrahús. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×