Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá því að Valur verði Íslandsmeistari og að bikarmeistarar ÍBV falli.
Kynningarfundur Pepsi-deildar karla var nú í hádeginu þar sem spáin var kunngjörð. Valur fékk ansi góða kosningu í efsta sætið.
ÍBV er spáð neðsta sætinu og Víkingum því ellefta. Nýliðar Keflavíkur og Fylkis halda báðir sæti sínu samkvæmt spánni.
Spáin fyrir Pepsi-deild karla 2018:
1. Valur - 359 stig
2. FH - 318
3. Stjarnan - 302
4.-5. KR & Breiðablik - 269
6. KA - 199
7. Grindavík - 166
8. Fjölnir - 161
9. Fylkir - 132
10. Keflavík - 92
11. Víkingur R. - 82
12. ÍBV - 73
Grindavík
Haukar