Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 08:34 Loftleiðir lentu flugvél á Suðurskautinu árið 2015. Ágúst Hákonarson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira