Stefnir í prestaskort Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Séra Kristján segir töluvert mikið vinnuálag á mörgum prestum. Vísir/ernir „Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
„Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira