Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2018 17:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018 Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018
Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira