Svíinn kemur á láni til 19. júli með möguleika á framlengingu út tímabilið. Hann spilaði æfingaleik með Fjölni á dögunum gegn Fylki og opnaði þar markareikning sinn með félaginu.
Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, sagði í Akraborginni í síðustu viku að hann væri „ungur leikmaður sem þarf að halda utan um og byggja upp.“
Berisha lék síðast fyrir Álasund í Noregi en náði ekki að skora mark fyrir félagið í 23 leikjum í norsku úrvalsdeildinni.
Fjölnir hefur leik í Pepsi deildinni á laugardaginn þegar Grafarvogsmenn taka á móti KA í Egilshöllinni.
Valmir Berisha í Fjölni
Valmir er 21 árs gamall kemur á láni til 19. júlí með möguleika á framlengingu út tímabilið. Valmir opnaði markareikninginn fyrir Fjölni er hann spilaði seinni hálfleikinn í æfingaleik gegn Fylki á dögunum. #FélagiðOkkarpic.twitter.com/kmGu3IVq4Z
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) April 23, 2018