Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 12:16 Nýbakaðar mæður munu fá þá þjónustu sem þær þurfa þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður stör. Vísir/Gva Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. Nái þær fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu vegna þess að 95 heimaþjónustuljósmæður hafa lagt niður störf. Ástæðan er sú að ekki hefur verið skrifað undir samning um störf þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ekki sé rétt að tilbúinn samningur liggi í ráðuneytinu og bíði þess að ráðherra undirriti hann. Hið rétta er að þann 23. mars síðastliðinn komu Sjúkratryggingar minnisblaði á framfæri við ráðuneytið þar sem lagðar voru til breytingar á rammasamningnum. Var minnisblaðið sent í kjölfar samningaviðræðna Sjúkratrygginga við ljósmæður. „Tillögurnar sem um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar. Velferðarráðuneytið leitaði umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Landspítalans við tillögum að breyttri heimaþjónustu ljósmæðra á rammasamningi. Viðbrögð SAk bárust ráðuneytinu fyrir nokkru og Landspítalinn sendi ráðuneytinu afstöðu sína í morgun. Í stuttu máli er það mat fagfólks beggja sjúkrahúsanna að þær breytingar á þjónustunni sem þarna eru lagðar til séu óæskilegar og leiði jafnt til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura og aukins kostnaðar. Um þetta segir m.a. í umsögn Landspítala að lengri sjúkrahúslega auki hættuna á spítalasýkingum bæði er varðar móður og barn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar segir jafnframt að fundað verði í ráðuneytinu í dag vegna málsins en heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari farveg. Þá munu nýbakaðar mæður njóta allrar þeirrar þjónustu sem þörf er fyrir þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður störf en ráðherra sendi erindi til allra heilbrigðisstofnana landsins í dag með þeim tilmælum að þær veiti þá þjónustu sem heimaljósmæður hafa veitt. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. Nái þær fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu vegna þess að 95 heimaþjónustuljósmæður hafa lagt niður störf. Ástæðan er sú að ekki hefur verið skrifað undir samning um störf þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ekki sé rétt að tilbúinn samningur liggi í ráðuneytinu og bíði þess að ráðherra undirriti hann. Hið rétta er að þann 23. mars síðastliðinn komu Sjúkratryggingar minnisblaði á framfæri við ráðuneytið þar sem lagðar voru til breytingar á rammasamningnum. Var minnisblaðið sent í kjölfar samningaviðræðna Sjúkratrygginga við ljósmæður. „Tillögurnar sem um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar. Velferðarráðuneytið leitaði umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Landspítalans við tillögum að breyttri heimaþjónustu ljósmæðra á rammasamningi. Viðbrögð SAk bárust ráðuneytinu fyrir nokkru og Landspítalinn sendi ráðuneytinu afstöðu sína í morgun. Í stuttu máli er það mat fagfólks beggja sjúkrahúsanna að þær breytingar á þjónustunni sem þarna eru lagðar til séu óæskilegar og leiði jafnt til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura og aukins kostnaðar. Um þetta segir m.a. í umsögn Landspítala að lengri sjúkrahúslega auki hættuna á spítalasýkingum bæði er varðar móður og barn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar segir jafnframt að fundað verði í ráðuneytinu í dag vegna málsins en heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari farveg. Þá munu nýbakaðar mæður njóta allrar þeirrar þjónustu sem þörf er fyrir þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður störf en ráðherra sendi erindi til allra heilbrigðisstofnana landsins í dag með þeim tilmælum að þær veiti þá þjónustu sem heimaljósmæður hafa veitt.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48