Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2018 10:45 Mynd frá IFB af Hauki. Fjögur hundrað manns hafa skrifað undir opið brét til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem óskað er eftir frekari hjálp ríkisins við að leita að upplýsingum um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í bardögum í Afrinhéraði í Sýrlandi í febrúar. Hópurinn vill einnig að sé Haukur í höndum Tyrkja, lífs eða liðinn, beiti ríkið sér til þess að fá hann heim til Íslands. Þar að auki vill hópurinn að ríkið beiti sér fyrir því að hópur úr röðum aðstandenda Hauks fái að ferðast til Afrin og leita hans. Haukur fór til Sýrlands og gekk til liðs við YPG, hersveitir Sýrlenskra Kúrda í fyrra. YPG og International Freedom Brigade, samtök vinstri sinnaðra erlenda meðlilma YPG, segja Hauk hafa fallið í loftárásum Tyrkja nærri þorpinu Badini í Afrinhéraði þann 24. febrúar. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Í áðurnefndu bréfi segir að fjölskylda Hauks og vinir hans hafi rannsakað málið kyrfilega og bendi margt til þess að að tilklynnt hafi verið um hvarf hans í byrjun febrúar. Leit á nærliggjandi þorpum og spítölum hafi engan árangur borið. Svo virðist sem að það sé ástæða þess að hann hafi verið talinn látinn. YPG stóð lengi vel í hárinu á innrás Tyrkja í Afrinhérað. Eftir nokkra vikna bardaga féll varnarlína þeirra þó saman og náðu Tyrkir og bandamenn þeirra tökum á héraðinu á tiltölulega skömmum tíma. Yfirvöld Tyrklands segjast hafa fellt um 3.500 meðlimi YPG en Syrian Observatory for Human Rights segir um 1.500 YPG-liða hafa fallið. Innrás Tyrkja var studd af umdeildum uppreisnarmönnum, sem margir hverjir eru í raun sagðir vera fyrrverandi ISIS-liðar og meðlimir al-Qaeda. Bréfið í heild sinni: Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um mál Hauks Hilmarssonar 23. apríl 2018 Sæl Katrín, Haukur Hilmarsson hefur nú verið týndur í 48 daga. Enn sem komið er liggur engin ótvíræð staðfesting fyrir um að hann hafi látið lífið í árásum Tyrklandshers á Afrin í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, líkt og fyrstu fréttir af hvarfi hans gerðu ráð fyrir. Það þýðir að engar upplýsingar hafa fengist um örlög hans síðustu 48 daga og þar af leiðandi óljóst hvort jafnvel þurfi að grípa til lífsnauðsynlegra aðgerða honum til aðstoðar. Haukur hefur alla tíð, á Íslandi jafnt sem annarsstaðar, barist fyrir pólitískum hugsjónum sínum: frelsi, jöfnuði og náttúruvernd, ferðafrelsi og réttindum flóttafólks og innflytjenda, heimi án arðráns og pólitískra landamæra, samfélagi án kapítalisma, kynjamisréttis, kynþáttahyggju og annarrar mismununar. Fyrir þessum hugsjónum barðist Haukur einnig í Raqqa og Rojava í Sýrlandi. Þessar hugsjónir eru náskyldar þeim málefnum sem flokkur þinn, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ætíð haft að sínum hugmyndafræðilegu grunnstoðum. Síðasta rúma mánuðinn hefur Utanríkisráðuneytið, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, unnið að málinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Eftir langa og óútskýrða bið var fjölskyldu Hauks nýlega afhentur einungis lítill hluti gagnanna sem til eru í ráðuneytinu um þá vinnu. Í stuttu máli eru þau gögn bæði samhengislaus og innihaldsrýr og skila hvorki upplýsandi niðurstöðum né nokkrum vísbendingum um afdrif Hauks. Af gögnunum að dæma, sem og samskiptum ráðuneytisins við aðstandendur, virðist sem athugun ráðuneytisins hafi verið gerð með sem minnstri fyrirhöfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrknesk yfirvöld – þau sömu og talin eru hafa sært, handsamað eða jafnvel myrt Hauk. Líklegt er að í baklandi Guðlaugs Þórs sé ekki pólitískur vilji til þess að málinu sé sinnt af heilindum. Fjölskylda og vinir Hauks hafa því réttmætar ástæður til að óttast að nú, eftir afhendingu gagnanna, sé athugun Utanríkiráðuneytisins á afdrifum hans komin í blindgötu. Þess vegna íhugar nú hópur úr röðum aðstandenda Hauks að fara til Afrin og leita hans þar. Fjölskylda Hauks og vinir hafa rannsakað málið eins kyrfilega og þeim er unnt. Þó hefur enn ekkert komið fram sem staðfestir hvað varð um Hauk. Hvorki hafa fundist ummerki um hann, lífs eða liðinn, né hefur tekist að hafa uppi á sjónarvottum sem geta staðfest fréttir af afdrifum hans. Aftur á móti bendir margt til þess að í kringum fyrstu viku febrúar hafi verið tilkynnt um hvarf hans eftir árás Tyrklandshers á svæðið og í kjölfarið hafi hans verið leitað í nærliggjandi þorpum og spítölum án árangurs. Svo virðist sem einungis þess vegna hafi hann verið álitinn látinn. Sé Haukur hins vegar á lífi er ekki ólíklegt að hann sé í haldi tyrkneskra stjórnvalda eða bandamanna þeirra, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo sé ekki. Augljóst er að á meðan ekki hafa borist neinar óyggjandi staðfestingar á láti Hauks er engin ástæða til að útiloka að hann sé á lífi. Hver klukkustund getur því skipt miklu máli – einnig í dag, 48 dögum eftir að fyrstu fréttir bárust af hvarfi hans. Við, undirrituð, getum ekki staðið þögul hjá og horft aðgerðalaus upp á frekari vanrækslu stjórnvalda í þessu máli. Þess vegna skorum við á þig að beita þér tafarlaust í máli Hauks með eftirfarandi hætti: 1. Reynt verði eftir öllum tiltækum leiðum að komast að því hvaðan tyrkneskir fjölmiðlar fengu þær upplýsingar að lík Hauks yrði sent til Íslands, eins og kom fram í flestum þeirra frétta sem birtust fyrst af málinu. Hið sama gildi um upplýsingar, sem Mbl.is hafði eftir kúrdískum blaðamanni í Sýrlandi, þess efnis að lík Hauks væri í höndum Tyrklandshers. Ekki verði staðar numið við yfirlýsingar tyrkneskra yfirvalda hvað þessar spurningar varðar, heldur verði óháðir aðilar fengnir til að komast að því hvort upplýsingarnar eigi við rök að styðjast. 2. Sé Haukur í haldi tyrkneskra yfirvalda eða bandamanna þeirra, lífs eða liðinn, beiti íslenska ríkið sér af fullum þunga til að fá hann til Íslands. 3. Aðstandendum Hauks verði tryggður fullnægjandi aðgangur að þeim gögnum sem varða framgang og niðurstöður athugunar íslenskra stjórnvalda á hvarfi hans. 4. Íslensk yfirvöld sæki formlega um leyfi frá tyrkneskum stjórnvöldum (eða öðrum viðeigandi stofnunum eða stjórnvöldum) fyrir því að hópur úr röðum aðstandenda Hauks fái að ferðast óáreittur til Afrin þar sem hópurinn getur leitað hans, en tyrknesk stjórnvöld fara nú að eigin sögn með stjórn svæðisins. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Hefði gert allt til að stöðva Hauk ef hún hefði vitað þetta Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi 7. apríl 2018 12:45 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Fjögur hundrað manns hafa skrifað undir opið brét til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem óskað er eftir frekari hjálp ríkisins við að leita að upplýsingum um afdrif Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í bardögum í Afrinhéraði í Sýrlandi í febrúar. Hópurinn vill einnig að sé Haukur í höndum Tyrkja, lífs eða liðinn, beiti ríkið sér til þess að fá hann heim til Íslands. Þar að auki vill hópurinn að ríkið beiti sér fyrir því að hópur úr röðum aðstandenda Hauks fái að ferðast til Afrin og leita hans. Haukur fór til Sýrlands og gekk til liðs við YPG, hersveitir Sýrlenskra Kúrda í fyrra. YPG og International Freedom Brigade, samtök vinstri sinnaðra erlenda meðlilma YPG, segja Hauk hafa fallið í loftárásum Tyrkja nærri þorpinu Badini í Afrinhéraði þann 24. febrúar. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Í áðurnefndu bréfi segir að fjölskylda Hauks og vinir hans hafi rannsakað málið kyrfilega og bendi margt til þess að að tilklynnt hafi verið um hvarf hans í byrjun febrúar. Leit á nærliggjandi þorpum og spítölum hafi engan árangur borið. Svo virðist sem að það sé ástæða þess að hann hafi verið talinn látinn. YPG stóð lengi vel í hárinu á innrás Tyrkja í Afrinhérað. Eftir nokkra vikna bardaga féll varnarlína þeirra þó saman og náðu Tyrkir og bandamenn þeirra tökum á héraðinu á tiltölulega skömmum tíma. Yfirvöld Tyrklands segjast hafa fellt um 3.500 meðlimi YPG en Syrian Observatory for Human Rights segir um 1.500 YPG-liða hafa fallið. Innrás Tyrkja var studd af umdeildum uppreisnarmönnum, sem margir hverjir eru í raun sagðir vera fyrrverandi ISIS-liðar og meðlimir al-Qaeda. Bréfið í heild sinni: Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um mál Hauks Hilmarssonar 23. apríl 2018 Sæl Katrín, Haukur Hilmarsson hefur nú verið týndur í 48 daga. Enn sem komið er liggur engin ótvíræð staðfesting fyrir um að hann hafi látið lífið í árásum Tyrklandshers á Afrin í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, líkt og fyrstu fréttir af hvarfi hans gerðu ráð fyrir. Það þýðir að engar upplýsingar hafa fengist um örlög hans síðustu 48 daga og þar af leiðandi óljóst hvort jafnvel þurfi að grípa til lífsnauðsynlegra aðgerða honum til aðstoðar. Haukur hefur alla tíð, á Íslandi jafnt sem annarsstaðar, barist fyrir pólitískum hugsjónum sínum: frelsi, jöfnuði og náttúruvernd, ferðafrelsi og réttindum flóttafólks og innflytjenda, heimi án arðráns og pólitískra landamæra, samfélagi án kapítalisma, kynjamisréttis, kynþáttahyggju og annarrar mismununar. Fyrir þessum hugsjónum barðist Haukur einnig í Raqqa og Rojava í Sýrlandi. Þessar hugsjónir eru náskyldar þeim málefnum sem flokkur þinn, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ætíð haft að sínum hugmyndafræðilegu grunnstoðum. Síðasta rúma mánuðinn hefur Utanríkisráðuneytið, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, unnið að málinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Eftir langa og óútskýrða bið var fjölskyldu Hauks nýlega afhentur einungis lítill hluti gagnanna sem til eru í ráðuneytinu um þá vinnu. Í stuttu máli eru þau gögn bæði samhengislaus og innihaldsrýr og skila hvorki upplýsandi niðurstöðum né nokkrum vísbendingum um afdrif Hauks. Af gögnunum að dæma, sem og samskiptum ráðuneytisins við aðstandendur, virðist sem athugun ráðuneytisins hafi verið gerð með sem minnstri fyrirhöfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrknesk yfirvöld – þau sömu og talin eru hafa sært, handsamað eða jafnvel myrt Hauk. Líklegt er að í baklandi Guðlaugs Þórs sé ekki pólitískur vilji til þess að málinu sé sinnt af heilindum. Fjölskylda og vinir Hauks hafa því réttmætar ástæður til að óttast að nú, eftir afhendingu gagnanna, sé athugun Utanríkiráðuneytisins á afdrifum hans komin í blindgötu. Þess vegna íhugar nú hópur úr röðum aðstandenda Hauks að fara til Afrin og leita hans þar. Fjölskylda Hauks og vinir hafa rannsakað málið eins kyrfilega og þeim er unnt. Þó hefur enn ekkert komið fram sem staðfestir hvað varð um Hauk. Hvorki hafa fundist ummerki um hann, lífs eða liðinn, né hefur tekist að hafa uppi á sjónarvottum sem geta staðfest fréttir af afdrifum hans. Aftur á móti bendir margt til þess að í kringum fyrstu viku febrúar hafi verið tilkynnt um hvarf hans eftir árás Tyrklandshers á svæðið og í kjölfarið hafi hans verið leitað í nærliggjandi þorpum og spítölum án árangurs. Svo virðist sem einungis þess vegna hafi hann verið álitinn látinn. Sé Haukur hins vegar á lífi er ekki ólíklegt að hann sé í haldi tyrkneskra stjórnvalda eða bandamanna þeirra, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo sé ekki. Augljóst er að á meðan ekki hafa borist neinar óyggjandi staðfestingar á láti Hauks er engin ástæða til að útiloka að hann sé á lífi. Hver klukkustund getur því skipt miklu máli – einnig í dag, 48 dögum eftir að fyrstu fréttir bárust af hvarfi hans. Við, undirrituð, getum ekki staðið þögul hjá og horft aðgerðalaus upp á frekari vanrækslu stjórnvalda í þessu máli. Þess vegna skorum við á þig að beita þér tafarlaust í máli Hauks með eftirfarandi hætti: 1. Reynt verði eftir öllum tiltækum leiðum að komast að því hvaðan tyrkneskir fjölmiðlar fengu þær upplýsingar að lík Hauks yrði sent til Íslands, eins og kom fram í flestum þeirra frétta sem birtust fyrst af málinu. Hið sama gildi um upplýsingar, sem Mbl.is hafði eftir kúrdískum blaðamanni í Sýrlandi, þess efnis að lík Hauks væri í höndum Tyrklandshers. Ekki verði staðar numið við yfirlýsingar tyrkneskra yfirvalda hvað þessar spurningar varðar, heldur verði óháðir aðilar fengnir til að komast að því hvort upplýsingarnar eigi við rök að styðjast. 2. Sé Haukur í haldi tyrkneskra yfirvalda eða bandamanna þeirra, lífs eða liðinn, beiti íslenska ríkið sér af fullum þunga til að fá hann til Íslands. 3. Aðstandendum Hauks verði tryggður fullnægjandi aðgangur að þeim gögnum sem varða framgang og niðurstöður athugunar íslenskra stjórnvalda á hvarfi hans. 4. Íslensk yfirvöld sæki formlega um leyfi frá tyrkneskum stjórnvöldum (eða öðrum viðeigandi stofnunum eða stjórnvöldum) fyrir því að hópur úr röðum aðstandenda Hauks fái að ferðast óáreittur til Afrin þar sem hópurinn getur leitað hans, en tyrknesk stjórnvöld fara nú að eigin sögn með stjórn svæðisins.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Hefði gert allt til að stöðva Hauk ef hún hefði vitað þetta Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi 7. apríl 2018 12:45 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24
Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23
Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04
Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46
Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22
Hefði gert allt til að stöðva Hauk ef hún hefði vitað þetta Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi 7. apríl 2018 12:45