Þetta kemur fram í þættinum Fyrir Ísland sem verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fara þeir Gummi og Garðar Örn Arnarson um alla Evrópu og heimsækja íslensku landsliðsmennina og verður fyrirliðinn tekinn fyrir í fyrsta þætti.
Síðasta sumar opinberaði Aron Einar risa stórt húðflúr af skjaldarmerkinu sem þekur nærri allt bak hans.
„Ég ætla að fá mér skjaldarmerkið á bakið ef að við vinnum HM,“ sagði Gummi þegar hann og Aron ræddu húðflúr hins síðarnefnda.
„Það verður gaman að sjá það, ég skal borga það fyrir þig,“ sagði Aron Einar léttur í bragði.
Stutt brot úr þættinum má sjá hér að neðan en hann verður frumsýndur klukkan 20:05 í kvöld á Stöð 2 og endursýndur á Stöð 2 Sport á þriðjudaginn klukkan 21:15.