Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:44 Að sögn Ellenar mun það bitna mest á meðgöngu-og sængurlegudeild að heimaþjónustuljósmæður leggi niður störf. vísir/vilhelm Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48