Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2018 23:00 Cho Hyun-ah þegar hún var í haldi vegna skandalsins árið 2014. Vísir/Getty Forstjóri suður kóreska flugfélagsins Korean Air hefur gefið út að dætur hans tvær muni hætta störfum hjá flugfélaginu vegna tveggja aðskildra atvika þar sem þær eru sagðar hafa misnotað stöðu sína innan fyrirtækisins. Lögreglan er með yngstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-min, til rannsóknar vegna ásakana um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Eldri systir hennar er þekkt fyrir að hafa tafið brottför flugs árið 2014 vegna hnetupoka. Var hún fangelsuð vegna málsins. Faðirinn, Cho Yang-ho, hefur sent frá yfirlýsingu þar sem hann biður kóresku þjóðina og starfsmenn sína afsökunar á framferði dætra sinna. Hann sagði dætur sínar verða sviptar allri ábyrgð innan flugfélagsins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir bæði mál dætranna hafa ratað í sviðsljós fjölmiðla í Kóreu og vakið upp umræðu um kóreskan-vinnumarkað. Þar ráða ríkjum fjölskyldufyrirtæki sem eru kölluð chaebols í Suður Kóreu. Cho Hyun-min, sem er einnig þekkt undir nafninu Emily, var varaforstjóri flugfélagsins, en hún er sögð hafa misst stjórn á skapi sínu því henni mislíkaði svar sem hún fékk á fundi. Hún neitaði að hafa skvett vatni en viðurkenndi að hafa ýtt auglýsingastjóranum. Fjöldi steig fram og krafðist þess að henni yrði vikið frá störfum. Flugfélagið var nú þegar undir miklum þrýstingi vegna elstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-ah, sem varð bálreið þegar henni voru færðar makademíuhnetur í poka en ekki á disk í flugi New York til Seoul í Suður Kóreu fyrir fjórum árum. Hún var fundin sek um að hafa ógnað flugöryggi og fyrir að misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Systurnar eru barnabörn stofnanda Hanjin Group, sem er eitt af stærstu viðskiptaveldum Suður Kóreu. Bróðir þeirra, Cho Won-tae, er einn af æðstu stjórnendum Korean Air. BBC segir lögreglu hafa leitað á skrifstofum og heimilum systkinanna síðastliðinn fimmtudag vegna ásakana um að þau hefðu komist hjá því að greiða gjöld af lúxusvarningi. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Forstjóri suður kóreska flugfélagsins Korean Air hefur gefið út að dætur hans tvær muni hætta störfum hjá flugfélaginu vegna tveggja aðskildra atvika þar sem þær eru sagðar hafa misnotað stöðu sína innan fyrirtækisins. Lögreglan er með yngstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-min, til rannsóknar vegna ásakana um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Eldri systir hennar er þekkt fyrir að hafa tafið brottför flugs árið 2014 vegna hnetupoka. Var hún fangelsuð vegna málsins. Faðirinn, Cho Yang-ho, hefur sent frá yfirlýsingu þar sem hann biður kóresku þjóðina og starfsmenn sína afsökunar á framferði dætra sinna. Hann sagði dætur sínar verða sviptar allri ábyrgð innan flugfélagsins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir bæði mál dætranna hafa ratað í sviðsljós fjölmiðla í Kóreu og vakið upp umræðu um kóreskan-vinnumarkað. Þar ráða ríkjum fjölskyldufyrirtæki sem eru kölluð chaebols í Suður Kóreu. Cho Hyun-min, sem er einnig þekkt undir nafninu Emily, var varaforstjóri flugfélagsins, en hún er sögð hafa misst stjórn á skapi sínu því henni mislíkaði svar sem hún fékk á fundi. Hún neitaði að hafa skvett vatni en viðurkenndi að hafa ýtt auglýsingastjóranum. Fjöldi steig fram og krafðist þess að henni yrði vikið frá störfum. Flugfélagið var nú þegar undir miklum þrýstingi vegna elstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-ah, sem varð bálreið þegar henni voru færðar makademíuhnetur í poka en ekki á disk í flugi New York til Seoul í Suður Kóreu fyrir fjórum árum. Hún var fundin sek um að hafa ógnað flugöryggi og fyrir að misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Systurnar eru barnabörn stofnanda Hanjin Group, sem er eitt af stærstu viðskiptaveldum Suður Kóreu. Bróðir þeirra, Cho Won-tae, er einn af æðstu stjórnendum Korean Air. BBC segir lögreglu hafa leitað á skrifstofum og heimilum systkinanna síðastliðinn fimmtudag vegna ásakana um að þau hefðu komist hjá því að greiða gjöld af lúxusvarningi.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira