Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 22. apríl 2018 12:54 Rannveig Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Eldingar. Vísir/Stefán Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05