Lokins er ég lifandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2018 12:45 Alexandra Sif Herleifsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir segja frá glímunni við kvíðann og leiðina til bata. Vísir/Anton Brink „Ég á þér svo margt að þakka,“ segir Alexandra Herleifsdóttir við móður sína, Margréti Guðmundsdóttur. Þær eru að ræða um fortíðina, uppvaxtarár Alexöndru. Margrét, sem þarf núna að nota hjólastól vegna taugahrörnunarsjúkdóms, lagði allt kapp á að fara með dóttur sína á körfuboltaæfingar þegar hún var unglingur. „Ég keyrði hana úr Breiðholti í Kópavog nærri því á hverjum degi. Ég vissi að það væri mikilvægt að hún færi á æfingar. Að það gerði henni gott. Innst inni var ég hrædd um að ef ég gerði það ekki, þá færi hún í eiturlyfjaneyslu. Sársaukinn var svo mikill,“ segir Margrét.Var lífsglatt og kátt barn Sársaukinn sem móðir Alexöndru talar um varð vegna eineltis. Hann leiddi af sér kvíða sem óx á fullorðinsárum. Varð á tímabili nærri því óyfirstíganlegur. Lífshættulegur. „Hún var svo lífsglatt barn. Svo kát, svo félagslynd. Svo óhrædd,“ segir Margrét frá. Alexandra tekur undir. „Ég á góðar minningar frá barnæsku. Þær eru grunnurinn, ég er glöð að eðlisfari.“ Alexandra er alin upp í Breiðholti og undi vel við sitt. Fjölskyldan flutti í lítið bæjarfélag þegar hún var tíu ára gömul. „Mér var hafnað frá fyrsta degi og eineltið hófst strax. Ég á margar minningar um sára höfnun og gróft andlegt ofbeldi. Stundum varð það líkamlegt líka,“ segir Alexandra frá.Eineltinu fylgdi sársaukiAlexandra Sif Herleifsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, móðir hennar. Vísir/Anton brink„Ég fékk ljót símaskilaboð, það voru stofnaðar sérstakar síður um mig á netinu þar sem var gert grín að mér. Ef ég kom inn þar sem börn sátu, þá færðu þau sig frá mér ef ég nálgaðist. Þessari höfnun og ofbeldi fylgdi sársauki sem varð líkamlegur. Ég fékk sára magaverki. Ég var ellefu ára gömul þegar ég náði mér í hníf úr eldhúsinu og hugsaði um að skaða mig,“ segir Alexandra frá. Hún segist ekki hafa sett þessar tilfinningar í nokkurt samhengi fyrr en hún varð fullorðin. „Það er ekkert langt síðan ég gat sett í samhengi kvíða og þunglyndi og þessi áföll sem ég varð fyrir sem barn.“Ekki velkomin í bæjarfélaginu Margrét móðir hennar tekur undir. „Það er sárt að hugsa til þess að í fyrstu var ég að pína hana til að fara í skólann. Á morgnana var hún oft lasin. Sárlasin, en hresstist til muna eftir að ég hafði hringt hana inn veika. Ég áttaði mig þó fljótt og reyndi að ræða við skólann. Þar rakst ég á vegg. Í þessu litla bæjarfélagi voru allir tengdir. Við vorum aðkomufólk. Ég var litin hornauga fyrir að kvarta yfir eineltinu. Ég fékk líka að finna að við værum ekki velkomin utan skólans. Það var ekkert gert í málunum og ég þurfti að taka hana úr skólanum. Á endanum ákváðum við hreinlega að pakka saman og fara. Líf dóttur minnar var of verðmætt,“ segir Margrét.Reiði á unglingsárum „Ó, það var svo mikill léttir,“ segir Alexandra og horfir brosandi á móður sína. „Já, það er alltaf hægt að kaupa nýtt hús og flytja. En maður fær ekki aftur þessi ár, þau er ekki hægt að kaupa,“ segir Margrét. Unglingsárin liðu. Margrét keyrði Alexöndru á æfingar. Sannfærð um að dóttir hennar myndi njóta góðs af æfingunum. „Sem ég gerði, ég er viss um að hreyfingin gagnaðist mér. Forðaði mér frá því að lenda í vanda.“ „Á sama tíma hafðir þú ekki ráðrúm til þess að takast á við vandamálin. Það var ekki tími til þess,“ segir móðir hennar. „Unglingsárin voru erfið. Það sem var einkennandi við hana er hversu fljótt hún rauk upp. Við vorum kannski að spjalla saman og þá kannski var eitthvað sem kom illa við hana og þá missti hún stjórn á skapi sínu. Nú skil ég af hverju. Það hefur breyst. Hún er með jafnaðargeð. Það var vanlíðan hennar sem braust út og tengdist ekki okkur eða því sem við vorum að ræða.“Alexandra Sif Herleifsdóttir varð fyrir grófu einelti sem barn.Vísir/Anton BrinkFór á hnefanum „Það var líka eflaust einhver flótti í því hversu mikið hún vann og kepptist við og keyrði sig áfram,“ heldur hún áfram. „Ég leyfði mér ekki að vera til. Að slaka á. Það er líka mikil samfélagsleg pressa á ungt fólk. Maður á að vera í flottu formi með allt á hreinu. Þarf að eiga marga vini, gera eitthvað í lífinu svo þú sért marktækur. Auðvitað fer maður og fylgir straumnum, ómeðvitað,“ segir Alexandra. „Ég fór á hnefanum eftir því sem ég fullorðnaðist. Ég fór í háskólann og lærði íþróttafræði, ég fór á æfingar og vann mikið með. Álagið varð of mikið á lokaári mínu í háskólanum. Og kvíðinn blossaði upp,“ segir hún frá.Fékk sjálfsvígshugsanir Alexandra segir að á þessum tíma, þegar álagið hafi verið sem mest, hafi hún fengið sjálfsvígshugsanir. Stundum þegar hún hafi verið að keyra bíl hafi hún hugsað um að keyra bara út af. Margrét segist þá hafa orðið illa bylt við. „Hún kom til okkar um miðja nótt. Hágrét, vissi ekki sitt rjúkandi ráð, sat á rúmstokknum og grét. Þarna vissi ég að vandinn væri djúpstæður,“ segir hún frá. Alexandra kláraði lokaprófin. Hún átti kærasta frá Kanada og ákvað að flytja með honum út. „Ég hélt að ég myndi skilja kvíðann eftir á Íslandi. Ég kenndi álaginu um, prófunum, vinnunni, meiðslum sem ég var að glíma við í körfuboltanum. Ég leiddi aldrei hugann að rótinni. Áföllunum í æsku. Þarna var ég ekki búin að tengja,“ segir Alexandra. Hún og kærasti hennar bjuggu í háhýsi. Á átjándu hæð. „Þarna úti uppgötvaði ég að kvíðinn varð ekki eftir á Íslandi. Hann fylgdi mér og stigmagnaðist. Ég gat ekki notið útsýnisins. Ég hafði löngun til að hoppa niður. Ég eyddi heilu dögunum í rúminu. Kvíðinn var orðinn að djúpu þunglyndi. Ég ákvað að ég þyrfti að gera eitthvað róttækt í málunum,“ segir Alexandra frá.Sagði engum frá „Ég vissi ekkert um hversu vond líðan hennar var á þessum tíma,“ segir móðir hennar frá. „Það var margt fleira sem bætti við álagið. Pabbi hennar greindist með krabbamein daginn sem hún flutti út.“ „Ég sagði heldur ekki frá,“ segir Alexandra. „Ég las mér til á netinu, tók próf og komst að því að ég ætti hreinlega að vera inniliggjandi á geðdeild. Þarna hefði það gert mér gagn að geta hringt og fengið hjálp og ráðgjöf. En ég gerði það ekki því ég hafði ekki hugmynd um að neitt slíkt væri til. Útmeða hefði gagnast mér á þessum tíma. Samstarfsverkefni Geðhjálpar og Rauða krossins. Og Hjálparsíminn 1717, ég hefði hringt ef ég hefði vitað. Ég gerði áætlun. Hún náði til einfaldra atriða. Svo sem að drekka vatn. Klæða mig. Tannbursta mig. Það var svo langur vegur frá þessu til þess að ég gæti hreyft mig. Kaldhæðnislegt, þar sem ég er íþróttafræðingur,“ segir Alexandra. „Ég man eftir því þegar ég fann til gleði. Fyrsta sinn í langan tíma. Það var eftir að mér hafði tekist að fara út að hlaupa. Ég varð hrædd, því ég vissi að þessi tilfinning myndi ekki vara lengi. En svo urðu góðu stundirnar fleiri. Góðu dagarnir fleiri. Ég var búin að gleyma því hvernig það er að líða vel. Auðvitað koma alltaf slæmir dagar líka, það eiga þá allir. Stundum á ég slæma daga. Þá er allt í lagi að vera á náttfötunum.“Opnaði sig á Snapchat Alexandra og kærasti hennar ákváðu að flytja heim. Þau pökkuðu niður búslóðinni. „Þá upplifðum við skelfilegan hlut. Einstaklingur sem bjó í húsinu framdi sjálfsmorð. Stökk niður. Hann gerði það sem ég hafði hugsað um að gera. Þetta var mikið áfall. En um leið þá opnaðist eitthvað fyrir mér,“ segir Alexandra sem ákvað í kjölfarið að ræða opinberlega um líðan sína. „Ég valdi að ræða um líðan mína á opnum reikningi á Snapchat. Það var nokkuð sem hentaði mér. Það var ekki auðvelt fyrir aðstandendur og vini, en nauðsynlegt fyrir mig,“ segir Alexandra. „Þarna fékk ég áfall. Ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Margrét. „Já, það er satt. Ég fékk skilaboð frá mömmu og nánustu vinum og aðstandendum. Ég hélt að allir vissu. En þannig var það ekki. Sumir höfðu ekki tekið eftir neinu, til dæmis vinur minn sem hafði unnið mikið með þunglyndum. Ég var alltaf að klára, gera, græja. Og var alltaf glaðleg. Það er örugglega virkilega erfitt að sjá þetta,“ segir Alexandra.Fyrsta skrefið í átt að bata „En um leið og maður byrjar að opna sig og tala um þetta, þá byrja sárin að gróa. Það er allt öðruvísi að ræða þetta upphátt við annað fólk en að eiga þetta samtal inni í höfðinu á sér. Það skiptir mjög miklu máli að segja frá. Og að segja frá er fyrsta skrefið í átt að bata. Þegar maður upplifir kvíða og þunglyndi þá finnst manni maður vera einn. Fólk í sambandi, hjónabandi, það getur einangrað sig, verið einmana í sambandinu af því að það opnar ekki á þetta. Það hefur komið mér á óvart eftir að ég ákvað að ræða mál mín opinberlega hversu margir hafa haft samband og sagt mér að þeir hafi fengið sjálfsvígshugsanir,“ segir Alexandra. „Það er einmitt þess vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við átak Rauða krossins, Útmeða. Og láta fólk vita að það er hægt að fá ráðgjöf og ræða málin, bæði á netinu og með því að hringja í 1717. Það þarf ekkert að opna alveg. Það er í lagi að byrja á því að opna smá, eftir því sem maður er tilbúinn að takast á við,“ segir Alexandra.Kvíðinn rænir Alexandra segist upplifa að hún sé loksins að lifa lífinu lifandi eftir að hún fór að takast á við kvíðann, þunglyndið og rót þess. Eineltið sem hún varð fyrir í æsku. „Ég er loksins lifandi, kvíðinn rænir mann draumum. Maður gerir ekki í stað þess að gera. Ég var berskjölduð, það þurfti lítið til þess að finnast mér vera hafnað. Að ég væri ekki velkomin. Stundum gat ég ekki gert eðlilega hluti, farið í göngutúr, bíó eða út í búð. Eftir að ég fór að takast á við rót vandans hef ég upplifað svo góða hluti. Ég fór í ferðalag til Kúbu með kærastanum og þar var ég í fyrsta sinn áhyggjulaus. Ekkert að ofhugsa hlutina heldur bara njóta þess að vera til og horfa á fallegar strendur. Ég bara var þarna, ég hélt ég myndi aldrei geta það,“ segir hún og hlær. „Og nú er ég á leiðinni til Sviss um helgina. Lífið er gott,“ segir hún. „Ég vil að hún njóti lífsins. Við höfum báðar lært af þessari glímu,“ segir Margrét móðir hennar. „Ég er enn meðvitaðri um hvað lífið er dýrmætt eftir að mamma veiktist og fór að missa máttinn,“ segir Alexandra. „Ég vil njóta þess, ferðast og lifa því. Það er núna orðinn raunverulegur möguleiki. Ef ég gat það, þá geta aðrir það,“ segir Alexandra. „Ég fór á lyf. En það sem hjálpar mér mest er að hreyfa mig, halda tengingu við fjölskyldu og vini. Vera meðvituð um það hvernig mér líður. Stunda núvitund. Ég kom mér bara virkilega á óvart.“Hitti einn gerandann Brot úr sögu Alexöndru var sýnt á styrktartónleikum í tengslum við fræðsluherferð Rauða krossins Útmeða. „Ég brotnaði algjörlega saman á þessum tónleikum. Ég er enn að vinna úr þessu og mér fannst þetta erfitt. En á sama tíma fannst mér ég hafa unnið sigur. Ég komst í gegnum þetta. Ég hitti líka einn gerandann á tónleikunum. Það var erfitt. Ég bjóst ekkert endilega við því að hún myndi tengja við sögu mína. Eða finnast hún ábyrg. En hún gerði það. Sendi mér skilaboð og vill hitta mig.“ „Alexandra er ennþá glaða barnið sem hún var. Það er gaman að sjá það aftur. Ég er viss um að þetta fer allt vel,“ segir Margrét, „en það kostaði mikla vinnu og var oft erfitt. Og það er gæfa að það fór vel.“Hjálpar kvíðnum krökkum „Mér finnst gott að gefa af mér. Ég er núna að vinna í fyrirtækinu Ekki gefast upp. Þar þjálfa ég krakka og unglinga sem glíma við kvíða og þunglyndi. Hreyfingin er svo mikið lykilatriði, við ætlum að bjóða upp á sumarnámskeið í maí en þessi þjálfun hefur skilað góðum árangri,“ segir Alexandra. „Ég veit að glíman hefði verið léttari ef ég hefði getað hringt eftir ráðgjöf. Ég hefði opnað mig fyrr,“ segir Alexandra og hvetur fólk, sem telur sig glíma við kvíða og þunglyndi, til að láta það ekki bíða. „Núna, er fínn tími,“ segir hún með bros á vör. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Ég á þér svo margt að þakka,“ segir Alexandra Herleifsdóttir við móður sína, Margréti Guðmundsdóttur. Þær eru að ræða um fortíðina, uppvaxtarár Alexöndru. Margrét, sem þarf núna að nota hjólastól vegna taugahrörnunarsjúkdóms, lagði allt kapp á að fara með dóttur sína á körfuboltaæfingar þegar hún var unglingur. „Ég keyrði hana úr Breiðholti í Kópavog nærri því á hverjum degi. Ég vissi að það væri mikilvægt að hún færi á æfingar. Að það gerði henni gott. Innst inni var ég hrædd um að ef ég gerði það ekki, þá færi hún í eiturlyfjaneyslu. Sársaukinn var svo mikill,“ segir Margrét.Var lífsglatt og kátt barn Sársaukinn sem móðir Alexöndru talar um varð vegna eineltis. Hann leiddi af sér kvíða sem óx á fullorðinsárum. Varð á tímabili nærri því óyfirstíganlegur. Lífshættulegur. „Hún var svo lífsglatt barn. Svo kát, svo félagslynd. Svo óhrædd,“ segir Margrét frá. Alexandra tekur undir. „Ég á góðar minningar frá barnæsku. Þær eru grunnurinn, ég er glöð að eðlisfari.“ Alexandra er alin upp í Breiðholti og undi vel við sitt. Fjölskyldan flutti í lítið bæjarfélag þegar hún var tíu ára gömul. „Mér var hafnað frá fyrsta degi og eineltið hófst strax. Ég á margar minningar um sára höfnun og gróft andlegt ofbeldi. Stundum varð það líkamlegt líka,“ segir Alexandra frá.Eineltinu fylgdi sársaukiAlexandra Sif Herleifsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, móðir hennar. Vísir/Anton brink„Ég fékk ljót símaskilaboð, það voru stofnaðar sérstakar síður um mig á netinu þar sem var gert grín að mér. Ef ég kom inn þar sem börn sátu, þá færðu þau sig frá mér ef ég nálgaðist. Þessari höfnun og ofbeldi fylgdi sársauki sem varð líkamlegur. Ég fékk sára magaverki. Ég var ellefu ára gömul þegar ég náði mér í hníf úr eldhúsinu og hugsaði um að skaða mig,“ segir Alexandra frá. Hún segist ekki hafa sett þessar tilfinningar í nokkurt samhengi fyrr en hún varð fullorðin. „Það er ekkert langt síðan ég gat sett í samhengi kvíða og þunglyndi og þessi áföll sem ég varð fyrir sem barn.“Ekki velkomin í bæjarfélaginu Margrét móðir hennar tekur undir. „Það er sárt að hugsa til þess að í fyrstu var ég að pína hana til að fara í skólann. Á morgnana var hún oft lasin. Sárlasin, en hresstist til muna eftir að ég hafði hringt hana inn veika. Ég áttaði mig þó fljótt og reyndi að ræða við skólann. Þar rakst ég á vegg. Í þessu litla bæjarfélagi voru allir tengdir. Við vorum aðkomufólk. Ég var litin hornauga fyrir að kvarta yfir eineltinu. Ég fékk líka að finna að við værum ekki velkomin utan skólans. Það var ekkert gert í málunum og ég þurfti að taka hana úr skólanum. Á endanum ákváðum við hreinlega að pakka saman og fara. Líf dóttur minnar var of verðmætt,“ segir Margrét.Reiði á unglingsárum „Ó, það var svo mikill léttir,“ segir Alexandra og horfir brosandi á móður sína. „Já, það er alltaf hægt að kaupa nýtt hús og flytja. En maður fær ekki aftur þessi ár, þau er ekki hægt að kaupa,“ segir Margrét. Unglingsárin liðu. Margrét keyrði Alexöndru á æfingar. Sannfærð um að dóttir hennar myndi njóta góðs af æfingunum. „Sem ég gerði, ég er viss um að hreyfingin gagnaðist mér. Forðaði mér frá því að lenda í vanda.“ „Á sama tíma hafðir þú ekki ráðrúm til þess að takast á við vandamálin. Það var ekki tími til þess,“ segir móðir hennar. „Unglingsárin voru erfið. Það sem var einkennandi við hana er hversu fljótt hún rauk upp. Við vorum kannski að spjalla saman og þá kannski var eitthvað sem kom illa við hana og þá missti hún stjórn á skapi sínu. Nú skil ég af hverju. Það hefur breyst. Hún er með jafnaðargeð. Það var vanlíðan hennar sem braust út og tengdist ekki okkur eða því sem við vorum að ræða.“Alexandra Sif Herleifsdóttir varð fyrir grófu einelti sem barn.Vísir/Anton BrinkFór á hnefanum „Það var líka eflaust einhver flótti í því hversu mikið hún vann og kepptist við og keyrði sig áfram,“ heldur hún áfram. „Ég leyfði mér ekki að vera til. Að slaka á. Það er líka mikil samfélagsleg pressa á ungt fólk. Maður á að vera í flottu formi með allt á hreinu. Þarf að eiga marga vini, gera eitthvað í lífinu svo þú sért marktækur. Auðvitað fer maður og fylgir straumnum, ómeðvitað,“ segir Alexandra. „Ég fór á hnefanum eftir því sem ég fullorðnaðist. Ég fór í háskólann og lærði íþróttafræði, ég fór á æfingar og vann mikið með. Álagið varð of mikið á lokaári mínu í háskólanum. Og kvíðinn blossaði upp,“ segir hún frá.Fékk sjálfsvígshugsanir Alexandra segir að á þessum tíma, þegar álagið hafi verið sem mest, hafi hún fengið sjálfsvígshugsanir. Stundum þegar hún hafi verið að keyra bíl hafi hún hugsað um að keyra bara út af. Margrét segist þá hafa orðið illa bylt við. „Hún kom til okkar um miðja nótt. Hágrét, vissi ekki sitt rjúkandi ráð, sat á rúmstokknum og grét. Þarna vissi ég að vandinn væri djúpstæður,“ segir hún frá. Alexandra kláraði lokaprófin. Hún átti kærasta frá Kanada og ákvað að flytja með honum út. „Ég hélt að ég myndi skilja kvíðann eftir á Íslandi. Ég kenndi álaginu um, prófunum, vinnunni, meiðslum sem ég var að glíma við í körfuboltanum. Ég leiddi aldrei hugann að rótinni. Áföllunum í æsku. Þarna var ég ekki búin að tengja,“ segir Alexandra. Hún og kærasti hennar bjuggu í háhýsi. Á átjándu hæð. „Þarna úti uppgötvaði ég að kvíðinn varð ekki eftir á Íslandi. Hann fylgdi mér og stigmagnaðist. Ég gat ekki notið útsýnisins. Ég hafði löngun til að hoppa niður. Ég eyddi heilu dögunum í rúminu. Kvíðinn var orðinn að djúpu þunglyndi. Ég ákvað að ég þyrfti að gera eitthvað róttækt í málunum,“ segir Alexandra frá.Sagði engum frá „Ég vissi ekkert um hversu vond líðan hennar var á þessum tíma,“ segir móðir hennar frá. „Það var margt fleira sem bætti við álagið. Pabbi hennar greindist með krabbamein daginn sem hún flutti út.“ „Ég sagði heldur ekki frá,“ segir Alexandra. „Ég las mér til á netinu, tók próf og komst að því að ég ætti hreinlega að vera inniliggjandi á geðdeild. Þarna hefði það gert mér gagn að geta hringt og fengið hjálp og ráðgjöf. En ég gerði það ekki því ég hafði ekki hugmynd um að neitt slíkt væri til. Útmeða hefði gagnast mér á þessum tíma. Samstarfsverkefni Geðhjálpar og Rauða krossins. Og Hjálparsíminn 1717, ég hefði hringt ef ég hefði vitað. Ég gerði áætlun. Hún náði til einfaldra atriða. Svo sem að drekka vatn. Klæða mig. Tannbursta mig. Það var svo langur vegur frá þessu til þess að ég gæti hreyft mig. Kaldhæðnislegt, þar sem ég er íþróttafræðingur,“ segir Alexandra. „Ég man eftir því þegar ég fann til gleði. Fyrsta sinn í langan tíma. Það var eftir að mér hafði tekist að fara út að hlaupa. Ég varð hrædd, því ég vissi að þessi tilfinning myndi ekki vara lengi. En svo urðu góðu stundirnar fleiri. Góðu dagarnir fleiri. Ég var búin að gleyma því hvernig það er að líða vel. Auðvitað koma alltaf slæmir dagar líka, það eiga þá allir. Stundum á ég slæma daga. Þá er allt í lagi að vera á náttfötunum.“Opnaði sig á Snapchat Alexandra og kærasti hennar ákváðu að flytja heim. Þau pökkuðu niður búslóðinni. „Þá upplifðum við skelfilegan hlut. Einstaklingur sem bjó í húsinu framdi sjálfsmorð. Stökk niður. Hann gerði það sem ég hafði hugsað um að gera. Þetta var mikið áfall. En um leið þá opnaðist eitthvað fyrir mér,“ segir Alexandra sem ákvað í kjölfarið að ræða opinberlega um líðan sína. „Ég valdi að ræða um líðan mína á opnum reikningi á Snapchat. Það var nokkuð sem hentaði mér. Það var ekki auðvelt fyrir aðstandendur og vini, en nauðsynlegt fyrir mig,“ segir Alexandra. „Þarna fékk ég áfall. Ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Margrét. „Já, það er satt. Ég fékk skilaboð frá mömmu og nánustu vinum og aðstandendum. Ég hélt að allir vissu. En þannig var það ekki. Sumir höfðu ekki tekið eftir neinu, til dæmis vinur minn sem hafði unnið mikið með þunglyndum. Ég var alltaf að klára, gera, græja. Og var alltaf glaðleg. Það er örugglega virkilega erfitt að sjá þetta,“ segir Alexandra.Fyrsta skrefið í átt að bata „En um leið og maður byrjar að opna sig og tala um þetta, þá byrja sárin að gróa. Það er allt öðruvísi að ræða þetta upphátt við annað fólk en að eiga þetta samtal inni í höfðinu á sér. Það skiptir mjög miklu máli að segja frá. Og að segja frá er fyrsta skrefið í átt að bata. Þegar maður upplifir kvíða og þunglyndi þá finnst manni maður vera einn. Fólk í sambandi, hjónabandi, það getur einangrað sig, verið einmana í sambandinu af því að það opnar ekki á þetta. Það hefur komið mér á óvart eftir að ég ákvað að ræða mál mín opinberlega hversu margir hafa haft samband og sagt mér að þeir hafi fengið sjálfsvígshugsanir,“ segir Alexandra. „Það er einmitt þess vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við átak Rauða krossins, Útmeða. Og láta fólk vita að það er hægt að fá ráðgjöf og ræða málin, bæði á netinu og með því að hringja í 1717. Það þarf ekkert að opna alveg. Það er í lagi að byrja á því að opna smá, eftir því sem maður er tilbúinn að takast á við,“ segir Alexandra.Kvíðinn rænir Alexandra segist upplifa að hún sé loksins að lifa lífinu lifandi eftir að hún fór að takast á við kvíðann, þunglyndið og rót þess. Eineltið sem hún varð fyrir í æsku. „Ég er loksins lifandi, kvíðinn rænir mann draumum. Maður gerir ekki í stað þess að gera. Ég var berskjölduð, það þurfti lítið til þess að finnast mér vera hafnað. Að ég væri ekki velkomin. Stundum gat ég ekki gert eðlilega hluti, farið í göngutúr, bíó eða út í búð. Eftir að ég fór að takast á við rót vandans hef ég upplifað svo góða hluti. Ég fór í ferðalag til Kúbu með kærastanum og þar var ég í fyrsta sinn áhyggjulaus. Ekkert að ofhugsa hlutina heldur bara njóta þess að vera til og horfa á fallegar strendur. Ég bara var þarna, ég hélt ég myndi aldrei geta það,“ segir hún og hlær. „Og nú er ég á leiðinni til Sviss um helgina. Lífið er gott,“ segir hún. „Ég vil að hún njóti lífsins. Við höfum báðar lært af þessari glímu,“ segir Margrét móðir hennar. „Ég er enn meðvitaðri um hvað lífið er dýrmætt eftir að mamma veiktist og fór að missa máttinn,“ segir Alexandra. „Ég vil njóta þess, ferðast og lifa því. Það er núna orðinn raunverulegur möguleiki. Ef ég gat það, þá geta aðrir það,“ segir Alexandra. „Ég fór á lyf. En það sem hjálpar mér mest er að hreyfa mig, halda tengingu við fjölskyldu og vini. Vera meðvituð um það hvernig mér líður. Stunda núvitund. Ég kom mér bara virkilega á óvart.“Hitti einn gerandann Brot úr sögu Alexöndru var sýnt á styrktartónleikum í tengslum við fræðsluherferð Rauða krossins Útmeða. „Ég brotnaði algjörlega saman á þessum tónleikum. Ég er enn að vinna úr þessu og mér fannst þetta erfitt. En á sama tíma fannst mér ég hafa unnið sigur. Ég komst í gegnum þetta. Ég hitti líka einn gerandann á tónleikunum. Það var erfitt. Ég bjóst ekkert endilega við því að hún myndi tengja við sögu mína. Eða finnast hún ábyrg. En hún gerði það. Sendi mér skilaboð og vill hitta mig.“ „Alexandra er ennþá glaða barnið sem hún var. Það er gaman að sjá það aftur. Ég er viss um að þetta fer allt vel,“ segir Margrét, „en það kostaði mikla vinnu og var oft erfitt. Og það er gæfa að það fór vel.“Hjálpar kvíðnum krökkum „Mér finnst gott að gefa af mér. Ég er núna að vinna í fyrirtækinu Ekki gefast upp. Þar þjálfa ég krakka og unglinga sem glíma við kvíða og þunglyndi. Hreyfingin er svo mikið lykilatriði, við ætlum að bjóða upp á sumarnámskeið í maí en þessi þjálfun hefur skilað góðum árangri,“ segir Alexandra. „Ég veit að glíman hefði verið léttari ef ég hefði getað hringt eftir ráðgjöf. Ég hefði opnað mig fyrr,“ segir Alexandra og hvetur fólk, sem telur sig glíma við kvíða og þunglyndi, til að láta það ekki bíða. „Núna, er fínn tími,“ segir hún með bros á vör.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira