Krúttlega Ísland Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð?
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun