Ill nauðsyn að sækja fólk til saka segir formaður FRÍSK Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 08:30 Þáttunum var hlaðið upp á deildu.net þaðan sem rúmlega 10.000 sóttu hvorn þáttinn. Vísir/Valli Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35