Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 21. apríl 2018 07:30 Freyja segist vera þakklát fyrir stuðning síðustu daga. Vísir/ Vilhelm Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira