Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 13:30 ETA-samtökin hafa nú beðist afsökunar. Allt stefnir í varanlega upplausn á starfsemi ETA. Vísir/AFP Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira