Innlent

Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Aðgerðirnar tóku á mannskapinn að sögn slökkviliðsstjóra
Aðgerðirnar tóku á mannskapinn að sögn slökkviliðsstjóra Vísir/eyþór
Eldsupptök eldsvoðans í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökunum.

Stórbruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkviliðið hefur sinnt. Meira en hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðinni, en bruninn er sá stærsti hér á landi síðan árið 2014.

Vettvangsrannsókn á eldsupptökum hófst 9. apríl. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans með aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels.


Tengdar fréttir

Enn að störfum í Miðhrauni

Tæknideild lögreglu, fulltrúar frá slökkviliðinu og Mannvirkjastofnun eru enn að störfum á vettvangi í Miðhrauni 4 þar sem stórbruni varð í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×