Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 21:00 Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira