Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 18:30 Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. Fjármálaráð kom fyrir fjárlaganefnd Alþingis í morgun til að fara yfir álitsgerð ráðsins á fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023. Fjármálaráði er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.Grunngildin fimm höfð að leiðarljósi Fjármálaráð telur að áætlunin sé í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál. Áætlunin beri þess merki að grunngildin fimm hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar í ríkari mæli en áður. Hins vegar telur ráðið að það vanti upplýsingar um aðgerðir sem beri að grípa til ef afkoma ríkissjóðs verður lakari en áætlunin geri ráð fyrir. „Það auðvitað segir sig sjálft að ef áföll verða þá þurfa stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er ein af þeim ábendingum sem við erum með í þessari álitsgerð að það mætti koma skýrt fram hvaða áform séu til staðar ef til áfalla kæmi,“ segir Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs. Gunnar Haraldsson formaður fjármálaráðs.Útflutt ferðaþjónusta nemur um 42 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu frá Íslandi og er áætlað að gjaldeyristekjur greinarinnar hafi verið um 500 milljarðar króna í fyrra. Er ferðaþjónustan orðin önnur mannaflafrekasta atvinnugrein landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar en um 27.400 manns hafa atvinnu af ferðaþjónustu eða tengdum greinum. Í álitsgerð fjármálaráðs segir að samdráttur í ferðaþjónustu gæti haft töluverð áhrif á afkomu hins opinbera, í gegnum minni skattgreiðslur, aukinn kostnað vegna atvinnuleysis, útlánatöp ríkisbanka og versnandi viðskiptajafnaðar. Fjármálaráð gagnrýnir að ekki sé til staðar greining á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera og þeim aðgerðum sem grípa þarf til ef það verður bakslag í greininni. „Í ljósi samspils grunngilda um varfærni og stöðugleika vill fjármálaráð benda á nauðsyn þess að skoða vandlega hugsanleg áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera. Með mikilvægi ferðaþjónustunnar og óvissu um framvindu hennar í huga er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma uppfærða frávikaspá eða eftir atvikum nýja spá þar sem fram koma skýrar forsendur hvað varðar mögulegar breytingar í ferðaþjónustu og hvaða áhrif þær hafa á framvindu afkomunnar hjá hinu opinbera,“ segir í álitsgerðinni. Gunnar Haraldsson segir að fjármálaráð hafi ekki skoðun á því nákvæmlega hvað stjórnvöld eigi að gera ef það verður bakslag í ferðaþjónustu. Hins vegar sé ráðið að kalla eftir lýsingu eða áætlun um aðgerðir til að mæta samdrætti í greininni í ljósi þess hversu þjóðhagslega mikilvæg hún sé. „Við höfum kallað eftir fráviksgreiningum eða sviðsmyndum um hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því það er ljóst að þau þyrftu að bregðast við. Það sem við köllum skort á svigrúmi felst í því að stjórnvöld þyrftu að bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti ef áföll riðu yfir,“ segir Gunnar.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira