Sigurður laus úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 14:46 Fangelsið á Hólmsheiði þar sem Sigurður hefur dvalið undanfarnar tólf vikur. vísir/vilhelm Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Sigurði en héraðsdómur hafnaði beiðinni. Dómurinn varð hins vegar við kröfu um fjögurra vikna farbann yfir Sigurði. Sigurður er grunaður um aðild að fíkniefnaflutningi frá Spáni. Munirnir voru faldir í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu á Málaga ásamt Unni Birgisdóttur móður sinni.vísir/egillMálið sent aftur til lögreglu Sigurður hafði setið í gæsluvarðhaldi í rétt tæpar tólf vikur á miðvikudaginn. Ekki má halda manni lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Féllst héraðsdómur á framlengingu um varðhald til föstudags og hefur Sigurði verið sleppt. Lögregla taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það nýverið til héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gagnaöflun. Málið er því á borði lögreglu sem stendur en verður í framhaldinu aftur sent héraðssaksóknara. „Í málum sem þessum, þar sem sakborningur sætir gæsluvarðhaldi, er horft til þess að fullnægjandi rannsókn lögreglu sé lokið á tólf vikum. Það hefur ekki gengið eftir og ákæra hefur ekki verið gefin út. Tafir á rannsókn málsins mega teljast eðlilegar, m.a. vegna umfangs þess,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Sigurður var handtekinn við komuna til landsins seint í janúar. Hann er sem kunnugt er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem lamaðist við fall á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar. Sunna Elvíra var lengi vel í farbanni á Spáni en kom til landsins í síðustu viku og hefur dvalið á Grensás. Spænsk yfirvöld höfðu þátt Sunnu Elvíru til rannsóknar en málið er nú á forræði íslensku lögreglunnar sem nýtur þó áfram aðstoðar spænskra kollega. Var beiðni um frekari gögn frá Spáni send í vikunni og er þeirra beðið að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Þau bjuggu í þessu húsi sem metið var á þriðja hundrað milljón króna.Vísir/EgillÁkærður fyrir skattsvikSigurður Kristinsson sætir ákæru í öðru máli héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot. Er hann ákærður ásamt tengdamóður sinni, móður Sunnu og þriðja manni. Málið tengist fyrirtækinu SS húsum, verktakafyrirtæki sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður. Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins nema 600 milljónum króna en tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa. Skiptastjóri segir ekki miklar líkur á að upphæðir fáist greiddar upp í kröfurnar að óbreyttu.Tilkynning lögreglu í dagKarlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbannn, eða til 18. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli.Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu embættisins um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna, en gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag.Hann var handtekinn í janúar og hafði því verið í haldi lögreglu í tólf vikur. Rannsókn málsins, sem er á lokastigi og er m.a. unnin í samvinnu við spænsk yfirvöld, hefur verið tímafrek, en enn er beðið gagna erlendis frá. Sú gagnaöflun felur þó ekki í sér brýna rannsóknarhagsmuni. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Sigurði en héraðsdómur hafnaði beiðinni. Dómurinn varð hins vegar við kröfu um fjögurra vikna farbann yfir Sigurði. Sigurður er grunaður um aðild að fíkniefnaflutningi frá Spáni. Munirnir voru faldir í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu á Málaga ásamt Unni Birgisdóttur móður sinni.vísir/egillMálið sent aftur til lögreglu Sigurður hafði setið í gæsluvarðhaldi í rétt tæpar tólf vikur á miðvikudaginn. Ekki má halda manni lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Féllst héraðsdómur á framlengingu um varðhald til föstudags og hefur Sigurði verið sleppt. Lögregla taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það nýverið til héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gagnaöflun. Málið er því á borði lögreglu sem stendur en verður í framhaldinu aftur sent héraðssaksóknara. „Í málum sem þessum, þar sem sakborningur sætir gæsluvarðhaldi, er horft til þess að fullnægjandi rannsókn lögreglu sé lokið á tólf vikum. Það hefur ekki gengið eftir og ákæra hefur ekki verið gefin út. Tafir á rannsókn málsins mega teljast eðlilegar, m.a. vegna umfangs þess,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Sigurður var handtekinn við komuna til landsins seint í janúar. Hann er sem kunnugt er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem lamaðist við fall á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar. Sunna Elvíra var lengi vel í farbanni á Spáni en kom til landsins í síðustu viku og hefur dvalið á Grensás. Spænsk yfirvöld höfðu þátt Sunnu Elvíru til rannsóknar en málið er nú á forræði íslensku lögreglunnar sem nýtur þó áfram aðstoðar spænskra kollega. Var beiðni um frekari gögn frá Spáni send í vikunni og er þeirra beðið að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Þau bjuggu í þessu húsi sem metið var á þriðja hundrað milljón króna.Vísir/EgillÁkærður fyrir skattsvikSigurður Kristinsson sætir ákæru í öðru máli héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot. Er hann ákærður ásamt tengdamóður sinni, móður Sunnu og þriðja manni. Málið tengist fyrirtækinu SS húsum, verktakafyrirtæki sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður. Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins nema 600 milljónum króna en tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa. Skiptastjóri segir ekki miklar líkur á að upphæðir fáist greiddar upp í kröfurnar að óbreyttu.Tilkynning lögreglu í dagKarlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbannn, eða til 18. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli.Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu embættisins um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna, en gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag.Hann var handtekinn í janúar og hafði því verið í haldi lögreglu í tólf vikur. Rannsókn málsins, sem er á lokastigi og er m.a. unnin í samvinnu við spænsk yfirvöld, hefur verið tímafrek, en enn er beðið gagna erlendis frá. Sú gagnaöflun felur þó ekki í sér brýna rannsóknarhagsmuni.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira